Facebook á það dálítið til að troða óumbeðnum upplýsingum upp á mann og það dúkkuðu upp hjá mér dálítið tilgangslausar upplýsingar um Bouvet eyju á suðurhveli, sem var sögð merkileg fyrir það að þar væri afskekktasti staður jarðarinnar. Ég veit ekki hvort það sé rétt en mér fannst annað merkilegra.
Þessi eyja sem er svo sem ekki stór eða um 50 ferkílómetrar eða 6x9 km að stærð, þá er hún á um 54°suðlægrar breiddar sem er talsvert nær miðbaug en Ísland. Raunar er eyjan staðsett á suðurhveli á sama stað og suður Danmörk. Eins og sést á Google Earth þá er eyjan nær algjörlega hulin jökli.
Ef við myndum „slökkva á“ Golfstraumnum – sem gæti gerst með þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér stað… þá gæti Ísland endað hulin jökli eins og þessi eyja.
Ef við þurfum að flýja Ísland út af því að hylst jökli vegna umhverfisbreytinga, þá má kannski gera ráð fyrir að hagur þessarar eyjar vænkist og hún verði í staðinn íslaus, því eitthvert mun hitinn fara. Þarna er þá kannski fyrirheitna landið okkar. Eyjan er annars norsk og þá kannski snjallt að senda inn beiðni til Norska kóngsins að fá að vera þarna?!
No comments:
Post a Comment