Ég las víst þessa bók um þetta leiti... fékk hana í jólagjöf líklega frá Gunna og ætlaði svo að þvæla eitthvað um hana en gerði ekki. Reynt að bæta úr því á jóladag 2024
Þetta var ágæt bók en samt ekki neitt breakthrough fyrir mig að lesa. Áhugavert að lesa um þessa hrakninga sem gaurinn var í þegar hann fór þarna yfir og það sem ég man kannski núna nokkrum árum seinna var helst hvað hann undirbjó sig skakkt með mat sem skemmdist. Reyndar ekki kostur á neinum þurrmat en það sem hann var með, var minnir mig ekki það heppilegasta. Ég hefði svo einfaldlega snúið við þegar maturinn var meira og minna allur orðinn ónýtur löngu áður en ferðalagið var hálfnað. En það er kannski einmitt þess vegna sem það eru ekki skrifaðar bækur um mig!
Myndin að neðan er síðan frá mér sjálfum þegar ég fór könnunarferð um Vonarskarð til að undirbúa göngufeðr með FÍ... ferð sem varð ekki að veruleika fyrr en líklega einu ári seinna vegna Covid vandræða.
No comments:
Post a Comment