Tuesday, February 02, 2021

Skíðamennskan ef mennsku skyldi kalla... brotið skíði

Hvort á maður að hlæja eða gráta

Á Kerlingardalshring... reyndar Höskuldur en ekki ég
á meðan skíðin voru góð síðasta laugardag

Það var farið á skíði í gærkvöldi... átti að vera bara einhverjir 6m/s skv. veðurmælum en mér fannst það dálítið gruggugt þar sem eiginlega hafði verið spáð meiri vindi. Fánar blökktu óeðlilega mikið við bensínstöðvar í Ártúnsbrekkunni miðað við það og á Sandskeiði var staðan tekin. það var alveg vindur en samt ekkert hávðarok. Veðurmælir sagði ennþá bar 6 m/s við Bláfjallaskála á mæli Veðurstofunnar... þannig að það var haldið áfram.

það var múgur og margmenni á efra bílastæði þannig að ég ákvað að byrja bara á neðra stæðinu og ekki veit ég hvar ósköpin dundu yfir - en ég er óttalegur skíðaböðull verður víst að játa. Fór á neðra stæðið og þar var ágætur vindur og algjör skítakuldi. Man ekki alveg í hvaða röð ég var að gera þetta en var að vandræðast með að komast almennilega í ólarnar á stöfunum og svo á skíðin. Hvort það var út af því að ég stíg yfirleitt á skíðið til að halda því kyrru þegar ég fer í bindingu veit ég ekki en gæti eins verið. Þurfti að fara yfir einhvern gaddfreðinn haugaruðning til að komast á skíðabrautina. Allt í lagi svo sem þegar var kominn þangað en hafði ekki gott grip fannst mér. Klístrið líklega farið að aldrast eitthvað hjá mér.

Var eitthvað einmanna þarna á þessum aukahring frá gamla bílastæði og ákvað að komast yfir til fólksins á Leiruhring. Snillingarnir eða ekki snillingarnir sem leggja þessar brautir gátu auðvitað ekki tengt þetta sman þannig að ég fór um einhvern skarasnjó yfir að hringnum út fyrir hólinn. Þar gekk eitthvað ágætlega. Skemmtilegur hringur með hlykjum fram og til baka sem hafði verið lagður fyrir keppni helgarinnar og var bara í góðu lagi að fara. Ég greinilega eitthvað að ná taki á brekkunum því það hefur snúist við hjá mér hvað ég skoða áður en ég fer í brekkur. Fyrir ári síðan þá athugaði ég hvort einhver væri að koma á eftir mér sem ég yrði fyrir en núna athuga ég meira hvort einhver sé fyrir framan mig sem augljóslega verði fyrir mér!

Fór ekki marga hringi en svo til baka í bílinn. Þegar skíðin voru komin á toppinn á bílnum sá ég það. Mér til mikilla vonbrigða, leiðinda og væntanlæegra peningaútgjalda sá ég einhverna misfellu á öðru skíðinu og það er bara brotið - ónýtt - haugamatur :-(

Kannski réði ég annars svona vel við skíðin af því að Þau vorui væntanlega ekki með besta rennsli sem hægt var að hugsa sér, klístur og fullkomlega engin spenna í skíðinu sem var brotið. Rann sem sagt bara á klísturdarslinu.

No comments: