Friday, February 12, 2021

Snerting eftir Ólaf Jóhann


Gaf sjálfum mér hana í jólagjöf - eða kannski frekar - ég skipti í hana eftir eitthvað annað sem ég fékk bókarkyns í jólagjöf. Það var reyndar jöklabók Helga Björnssonar sem var gefin mér en ég auðvitað átti. Skil ekki hvernig ég gæti ekki átt þá bók. En að Snertingunni sem ég á líka.

Eftir að ég las Sakramentið hans Ólafs Jóhanns, líklega fyrsta heila bókin sem ég las eftir hann - var allt í einu kominn einhver uppáhaldshöfundur og þessi bók var ekki að valda neinum vonbrigðum. Bókin náði ágætum tökum á sálinni í mér og fékk mig til að hugsa talsvert hvers konar lífi maður sjálfur hefur lifað. Það er spurningin hvor maður sé svo mikill aumingi að maður þori ekki að lifa lífinu sem maður hefði átt að geta lifað - eða svo mikill auli að hafa ekki fattað hvaða lífi maður hefði átt að geta lifað. Ætli það sé eitthvað fólk þarna úti sem er einhvern tímann að velta því fyrir sér hvað hafi orðið um mann... Stundum veit ég ekki hvort maður eigi að vera að lesa svona bækur...

En svona... lausir endar sem einhverfan í mér veltir fyrir sér:
  • Af hverju sá hann hana bara einu sinni reykja sígarettu en aldrei aftur...
  • Af hverju var hann svona lengi að tengja saman að það væri eitthvað merkilegt hvaðan hún var og miðað við hvað hún var gömul... að það væri einhver saga þar og það skipti öll máli... trúi ekki að meðvitaður stúdent um 1970 hafi ekki áttað sig á því undir eins...
Veit ekki hvort eitthvað annað sérstak hafi truflað mig í bókinni - jú, þetta með hvernig talað var um Covid 19 í bókinni fannst mér asnalegt en hjálpaði reyndar á köflum þar sem bókin gerist á alls konar tímum þá var ágætt að vita að ef einhver var með grímu þá var nokkuð ljóst að það var eitthvað sem átti að gerast í núinu. Um 1970 gekk fólk ekki um með grímur svona almennt.

Í það heila ekki sama búmmið og kom yfir mig þegar ég las Sakramentið en það var kannski af því að þá hafði ég ekki lestið neitt eftir hann nema eitthvað sem mér fannst ekki gott og ég gafst upp á. Alveg á pari sem sagt við Sakramentið og betri fannst mér heldur en Innflytjandinn frá í fyrra. Ég mæli sem sagt alveg með.
Mér skilst að það eigi að gera bíómynd eftir bókinnni. Hlakka alveg til að sjá þá mynd en væntanlega eru allar líkur á því að mér finnist bókin hafa verið betri!

No comments: