Sunday, February 28, 2021

Jarðhræringar á Reykjanesi: Eftir hverju erum við að bíða?

May be an image of texti 

  Eftir hverju erum við að bíða? Stærstu skjálftar á Reykjanesskaga síðustu 100 árin voru 1929 og 1968 og voru í Brennisteinsfjöllum sem er hjá Bláfjöllum. Báðir skjálftar komu í kjölfar skjálftahringa árið á undan í líkingu við það sem við höfum núna í febrúar-mars 2021. Það er vitað að spennan sem losnar í skjálftunum við Fagradalsfjall og Kleifarvatn færist áfram í austur að Brennisteinsfjöllum og þar er því reiknað með skjálfta um eða yfir magnitude 6. Brennisteinsfjöll eru talsvert nær höfuðborgarsvæðinu en Fagradalsfjall eða Kleifarvatn og myndi því hafa talsvert meiri háhrif þar. Hann ætti þó ekki að valda neinum alvarlegum skemmdum, þ.e. engin hús ættu að hrynja en einhver hús gætu skemmst eitthvað.

Það veit hins vegar enginn hvernig framhaldið verður á þessu. Þessi stóri skjálfti í Brennisteinsfjöllum er yfirvofandi og atburðarásin 1929 og 1967-8 minnir á margt á þá atburðarás sem hófst í janúar 2020 með jarðskjálftum við Þorbjörn. Mér finns hins vegar áberandi í því sem kemur fram í þessu yfirliti hér að þegar stóru skjálftarnir hafa komið í Brennisteinsfjöllum þá hefur mánuðina á undan ekki verið skjálftar vestar á Reykjanesi. Ég ætla því að telja líklegast að þannig verði það líka núna. Við fáum ekki þennan stóra skjálfta í Brennisteinsfjöllum á næstu vikum en hann kemur þá frekar seinna á þessu ári eða á næsta ári.

Varðandi væntanlegt eldgos þá er nær öruggt að á næstu 1000 árum muni gjósa á Reykjanesi en hvenær er ekki vitað. Það nálgast en það er ekkert eða mjög fátt í þeim atburðum sem hafa verið núna sem er eðlilegt að tengja við eldgos. Á meðan ekki mælast neinar kvikuhreyfingar þá er í raun ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi. Það gæti þó alveg komið öllum að óvörum - en telst varla líklegt.

Hér í link má sjá yfirlit yfir alla þekkta jarðskjálfta á Reykjanesi.

Um skjálftann 1929

Morgunblaðið 25. júlí 1929 segir frá jarðskjálftanum sem var daginn áður. Eins og fram kemur var ekki hægt að fá góðar upplýsingar um hann þar sem eini jarðskjálftamælirinn sem var til þá á Íslandi þoldi ekki skjálftann. Upplýsingar þá frá Englandi voru ekki réttar miðað við það sem núna er talið að hann hafi átt upptök sín í Brennisteinsfjöllum og stærðin hefur verið metin 6.3 ef miðað er við það sem er á yfirliti Veðurstofunnar.

Um skjálftann 1968

Vísir segir frá skjálftanum í desember 1968. þó ég muni ekki eftir þessu þá er þetta líklegast fyrsti jarðskjálftinn sem ég upplifði, tæplega tveggja ára gamall. Við bjuggum þá í Austurbrún 2 á 5. hæð en þar stöðvaðist lyftan vegna jarðskjálftans eins og kemur fram í fréttinni hjá Vísi. Þessi skjálfti varð í Brennisteinsfjöllum og stór skjálfti hefur ekki orðið þar síðan og við erum í raun að bíða eftir honum núna um mánaðamót febrúar - mars 2021.

Umfjöllun Morgunblaðsins um skjálftann 1968. Það sem er sérstakast er að fréttir af þessum jarðskjálfta fengu ekki almennilegt pláss á forsíðu eða baksíðu blaðsins. Forsíðan var að venju helguð erlendum fréttum eingöngu - það þurfti líklega eldgos til að komast á forsíðuna þá. Á baksíðunni var verið að fjalla um EFTA viðræður, öryggisbúnað í Álverinu í Straumsvík - eftir banaslys sem urðu þar eitthvað áður, hita í borholu á Reykjanesi, vígslu á kaþólskum biskup og svo örfrétt um jarðskjálftann sem vísar áfram um frekari umfjöllun á síðu 19. Plássið sem jarðskjálftinn fær er um helmingurinn af því sem fréttin um kaþólska biskupinn fær
Færslur fyrst settar á Facebook en færðar hingað einnig... seinna þegar eldgosið var löngu hafið!

Monday, February 22, 2021

Vonarskarð

Ég las víst þessa bók um þetta leiti... fékk hana í jólagjöf líklega frá Gunna og ætlaði svo að þvæla eitthvað um hana en gerði ekki. Reynt að bæta úr því á jóladag 2024

Þetta var ágæt bók en samt ekki neitt breakthrough fyrir mig að lesa. Áhugavert að lesa um þessa hrakninga sem gaurinn var í þegar hann fór þarna yfir og það sem ég man kannski núna nokkrum árum seinna var helst hvað hann undirbjó sig skakkt með mat sem skemmdist. Reyndar ekki kostur á neinum þurrmat en það sem hann var með, var minnir mig ekki það heppilegasta. Ég hefði svo einfaldlega snúið við þegar maturinn var meira og minna allur orðinn ónýtur löngu áður en ferðalagið var hálfnað. En það er kannski einmitt þess vegna sem það eru ekki skrifaðar bækur um mig!

Myndin að neðan er síðan frá mér sjálfum þegar ég fór könnunarferð um Vonarskarð til að undirbúa göngufeðr með FÍ... ferð sem varð ekki að veruleika fyrr en líklega einu ári seinna vegna Covid vandræða.

Friday, February 12, 2021

Snerting eftir Ólaf Jóhann


Gaf sjálfum mér hana í jólagjöf - eða kannski frekar - ég skipti í hana eftir eitthvað annað sem ég fékk bókarkyns í jólagjöf. Það var reyndar jöklabók Helga Björnssonar sem var gefin mér en ég auðvitað átti. Skil ekki hvernig ég gæti ekki átt þá bók. En að Snertingunni sem ég á líka.

Eftir að ég las Sakramentið hans Ólafs Jóhanns, líklega fyrsta heila bókin sem ég las eftir hann - var allt í einu kominn einhver uppáhaldshöfundur og þessi bók var ekki að valda neinum vonbrigðum. Bókin náði ágætum tökum á sálinni í mér og fékk mig til að hugsa talsvert hvers konar lífi maður sjálfur hefur lifað. Það er spurningin hvor maður sé svo mikill aumingi að maður þori ekki að lifa lífinu sem maður hefði átt að geta lifað - eða svo mikill auli að hafa ekki fattað hvaða lífi maður hefði átt að geta lifað. Ætli það sé eitthvað fólk þarna úti sem er einhvern tímann að velta því fyrir sér hvað hafi orðið um mann... Stundum veit ég ekki hvort maður eigi að vera að lesa svona bækur...

En svona... lausir endar sem einhverfan í mér veltir fyrir sér:
  • Af hverju sá hann hana bara einu sinni reykja sígarettu en aldrei aftur...
  • Af hverju var hann svona lengi að tengja saman að það væri eitthvað merkilegt hvaðan hún var og miðað við hvað hún var gömul... að það væri einhver saga þar og það skipti öll máli... trúi ekki að meðvitaður stúdent um 1970 hafi ekki áttað sig á því undir eins...
Veit ekki hvort eitthvað annað sérstak hafi truflað mig í bókinni - jú, þetta með hvernig talað var um Covid 19 í bókinni fannst mér asnalegt en hjálpaði reyndar á köflum þar sem bókin gerist á alls konar tímum þá var ágætt að vita að ef einhver var með grímu þá var nokkuð ljóst að það var eitthvað sem átti að gerast í núinu. Um 1970 gekk fólk ekki um með grímur svona almennt.

Í það heila ekki sama búmmið og kom yfir mig þegar ég las Sakramentið en það var kannski af því að þá hafði ég ekki lestið neitt eftir hann nema eitthvað sem mér fannst ekki gott og ég gafst upp á. Alveg á pari sem sagt við Sakramentið og betri fannst mér heldur en Innflytjandinn frá í fyrra. Ég mæli sem sagt alveg með.
Mér skilst að það eigi að gera bíómynd eftir bókinnni. Hlakka alveg til að sjá þá mynd en væntanlega eru allar líkur á því að mér finnist bókin hafa verið betri!

Tuesday, February 02, 2021

Ný skíði

Upgrade eða frekar reyndar downgrade en samt örugglega ágætt ætla ég að vona

Upgrade eða ekki... nei ekki en samt kannski passandi betur.
Gömlu Fischer þarna líka að fá að vera með á myndinni.

Það var farið í Fjallakofann til endurnýjunar eftir brotnu skíði gærdagsins.


Alveg tvær heimsóknir í Fjallakofann. Var mættur fljótlega eftir opnun. Einhver strákur að afgreiða mig sem ég held að hafi nú ekki vitað neitt allt of mikið um gönguskíði... samt vissi hann nú svo sem alveg örugglega alls konar. En það breytti ekki því að þegar ég kom heim með skíðin þá sá ég að á eldri skíðunum stóð Medium og Plus. en bara Medium á þeim nýju. Sem sagt ekki alveg eins. Einnig var rautt undir miðjunni á nýju skíðunum. Tókst að komast að hvað þetta var og plus skíðin eru til að nota í hita sitt hvorum megin við frostmarkið en hin eru fyrir kulda... -5°C til -30°C... ekki alveg kjöraðstæðurnar fannst mér. Eftir smá spekúlasjón ákvað ég líka að ódýrari ekki keppnis útgáfan myndi henta mér betur. Það var því farið aftur í Fjallakofann.

Þar sem ég var núna að skipta og vesenast þá fékk Helmut það hlutskipti að afgreiða mig. Eftir miklar spekúlasjónir er ég kominn heim með XP20 skíði í staðinn fyrir keppnis RX10 og er með plús skíði fyrir ekki of mikinn kulda og það sem við Helmut komumst að var loks að fitabolla eins og ég þarf 204cm skíði með meiri stífleika. Þ.e. ekki medium heldur Hard. Medim skíðin eru fyrir fólk undir 90kg og ég er víst ekki þar og ekkert á leiðinni að verða of léttur ef miðað er við hvað stífu skíðin eru gefin upp fyrir. Ég má því fara að spyrna mér almennilega ef ég ætla að ná almennilegu gripi á þeim... nema ég beri bara gripdrasl á allan botninn eins og hann leggur sig.

Talaði svo eitthvað um klístur við Helmut... og jú, hann sammála mér að klístu er ekki bara til að nota á vorin heldur er það líka klístur það sem virkar á klakann.

En það þarf víst að fara að preppa eitthvað þessi nýju skíði er ljóst. Base og rennslis, sandpappír og læti.
--------------------------------------------------
Veit annars ekki hvað er langt síðan ég setti inn tvær bloggfærslur sama daginn!

Skíðamennskan ef mennsku skyldi kalla... brotið skíði

Hvort á maður að hlæja eða gráta

Á Kerlingardalshring... reyndar Höskuldur en ekki ég
á meðan skíðin voru góð síðasta laugardag

Það var farið á skíði í gærkvöldi... átti að vera bara einhverjir 6m/s skv. veðurmælum en mér fannst það dálítið gruggugt þar sem eiginlega hafði verið spáð meiri vindi. Fánar blökktu óeðlilega mikið við bensínstöðvar í Ártúnsbrekkunni miðað við það og á Sandskeiði var staðan tekin. það var alveg vindur en samt ekkert hávðarok. Veðurmælir sagði ennþá bar 6 m/s við Bláfjallaskála á mæli Veðurstofunnar... þannig að það var haldið áfram.

það var múgur og margmenni á efra bílastæði þannig að ég ákvað að byrja bara á neðra stæðinu og ekki veit ég hvar ósköpin dundu yfir - en ég er óttalegur skíðaböðull verður víst að játa. Fór á neðra stæðið og þar var ágætur vindur og algjör skítakuldi. Man ekki alveg í hvaða röð ég var að gera þetta en var að vandræðast með að komast almennilega í ólarnar á stöfunum og svo á skíðin. Hvort það var út af því að ég stíg yfirleitt á skíðið til að halda því kyrru þegar ég fer í bindingu veit ég ekki en gæti eins verið. Þurfti að fara yfir einhvern gaddfreðinn haugaruðning til að komast á skíðabrautina. Allt í lagi svo sem þegar var kominn þangað en hafði ekki gott grip fannst mér. Klístrið líklega farið að aldrast eitthvað hjá mér.

Var eitthvað einmanna þarna á þessum aukahring frá gamla bílastæði og ákvað að komast yfir til fólksins á Leiruhring. Snillingarnir eða ekki snillingarnir sem leggja þessar brautir gátu auðvitað ekki tengt þetta sman þannig að ég fór um einhvern skarasnjó yfir að hringnum út fyrir hólinn. Þar gekk eitthvað ágætlega. Skemmtilegur hringur með hlykjum fram og til baka sem hafði verið lagður fyrir keppni helgarinnar og var bara í góðu lagi að fara. Ég greinilega eitthvað að ná taki á brekkunum því það hefur snúist við hjá mér hvað ég skoða áður en ég fer í brekkur. Fyrir ári síðan þá athugaði ég hvort einhver væri að koma á eftir mér sem ég yrði fyrir en núna athuga ég meira hvort einhver sé fyrir framan mig sem augljóslega verði fyrir mér!

Fór ekki marga hringi en svo til baka í bílinn. Þegar skíðin voru komin á toppinn á bílnum sá ég það. Mér til mikilla vonbrigða, leiðinda og væntanlæegra peningaútgjalda sá ég einhverna misfellu á öðru skíðinu og það er bara brotið - ónýtt - haugamatur :-(

Kannski réði ég annars svona vel við skíðin af því að Þau vorui væntanlega ekki með besta rennsli sem hægt var að hugsa sér, klístur og fullkomlega engin spenna í skíðinu sem var brotið. Rann sem sagt bara á klísturdarslinu.