Wednesday, February 19, 2020

Að skrönglast á gönguskíðum yfir 30 km

Þrír Strompar og nokkrar Leirur inn á milli

Hafði ætlað að fara eitthvað langt á sunnudeginum en varð latur þá en fór í staðinn langan túr í gær. Ætlaði bara að fara mjög rólega en það komst smá kapp í minn þegar fyrsti strompahringur virtist þróast á góðum hraða miðað við aldur og fyrri störf (aldur hár og fyrri störf í þessu samhengi mestmegnis á utanbrautarskíðum), enda færið frekar gott þarna í upphafi. Verð að játa að minns var dálítið búinn á því undir lokin og tveir Leiruhringir í restina afar rólegir voru bara til að ná þessu uppfyrir 30km. Reyndar hafði færið líka spillst og sporið horfið undir nýsnævi á köflum. Heitur pottur í Árbæjarlaug var ljúfur á eftir!

Datt á fyrstu tveimur Strompahringjunum og held að það hafi verið á nákvæmlega sama stað!

Skrambi þreyttur svo daginn eftir.

Engar myndir sem sýna hetjuverkið en þetta er samt einhvers staðar á Strava.

No comments: