Friday, March 20, 2020

Það geisar farsótt

Smit til hádegis 20 mars 2020 skv. covid.is

Ég ætla mér ekki að vera að mála skrattann á vegginn en ég verð að játa að ég skil ekki alveg hvernig fróðir aðilar gátu gefið út spá í gær að í lok maí, eftir um 70 daga væru eitthvað á bilinu 1000 til 2000 búnir að smitast.

Fyrir hálfum mánuði þá voru Danir með færri greinda en við á Íslandi, þ.e. færri einstaklinga. Það sagði mér að smitaða skíðafólkið í Danmörku væri bara út um allt hjá þeim enda þurftu þeir að bregðast mjög hart við sem þeir gerðu fyrir viku síðan þegar kúrfan þeirra hljóp upp. Núna er okkar kúrfa að hlaupa upp og ég skil ekki hvernig er hægt að fá út þessari þróun að það verði ekki meira en 2000 Íslenindingar komnir með smit í lok maí.

No comments: