Líklega er ég óvirkur bóka-alki. Er búið að finnast að ég ætti að lesa einhverja bók í nokkrar vikur ef ekki lengur. Las síðast líklega bók einhvern tíman síðasta haust um stelpu sem ólst upp í frumskógum með indónesískum mannætum eða ekki mannætum. Núna las ég bók um einmanna prímtölur. Hvernig ég vel mér bækur til að lesa er líklega rannsóknarefni. Einu sinni las ég bók sem hét "Pí" og fór ég að lesa hana af einhverjum undarlegum stærðrfæðilegum áhuga. Sú bók var nú samt bara um strák sem hét Pí og þvældist um Kyrrahafið ef ég man rétt á fleka með fullvöxnu tígrisdýri. Einhvern tíman las ég frábæra bók um einhverfan strák þar sem síðurnar í bókinni voru númeraðar með prímtölum. Bókina um einmanna prímtölur keypti ég líklega einhvern tíman þegar mig vantaði eitthvað að lesa og valdi hana af þessum dularfulla stærðfræðiáhuga - en las svo ekki fyrr en núna einhverjum árum seinna. En að vera óvirkur bóka-alki felst annars í því að lesa helst aldrei neitt en svo þá sjaldan þegar maður les eitthvað þá verður maður heltekinn af bókinni og les hana í einum rykk. Svona eins og alki sem drekkur sig dauðadrukkinn sjálfkrafa eftir að hafa fengið sér bara einn sopa.
En um þessa bók. Önnur persónan hafði bara áhuga á stærðfræði sem ég veit ekki hvort ég hef - a.m.k. ekki alla hæfileikana. Hin persónan hafði áhuga á ljósmyndun en tók nú samt ekki neitt mikið af myndum í bókinni - eiginlega bara tvisvar. Einu sinni af sér og hinni persónunni á polaroid myndavél en í hitt skiptið í brúðkaupi fjandvinkonu sinnar þar sem hún eyðilagði filmuna.
Hvað mér fannst síðan almennt um bókina þá var hún kannski best fyrir mig sjálfan að aðalpersónurnar voru einhverjar undarlegar ýktar útgáfur af manni sjálfum.
-----------------
En svona til að ég sjálfur viti hvaða bók þetta er og muni eitthað eftir henn þá er hún um strák sem er með gallaðan heila sem skilur ekkert nema stærðfræð og svo átti hann systur með annan gallaðan heila sem virtist reyndar ekki geta neitt. Það kom a.m.k. aldrei í ljós þar sem hún dó eða hvarf úr sögunni því strákurinn passaði ekki upp á hana. Hin persónan er stelpa sem bæklast í skíðaslysi þar sem pabbi hennar er að neyða hana til að æfa skíðasport. Strákurinn er svona venjulegur einhverfur stærðfræðisnillingur og stelpan er með einhverja ótilgreinda persónuleikaröskun sem veldur anorexíu - og svo fær hún áhuga á ljósmyndun en sagan er ekkert um það sérstaklega - meira um stærðfræðina hjá stráknum. Enda er höfundurinn eðlisfræðingur.
Svo loks einver bókadómur af bókmenntumpunkturis, lýsir bókinni eiginlega mikið betur en ég upplifði hana
Sunday, January 19, 2014
Á leið niður af Stóra Kóngsfelli eftir að sólin var farin að skína
Það var gengið á Stóra-Kóngsfell með Ferðafélagi Íslands laugardag 18. janúar. Fyrsta ferðin með einu erfiðu mánaðarfjalli Ferðafélagsins. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ferðin hafi verið erfið en ég var nú samt lúinn þegar ég kom heim en það var líklegast frekar eftir að hafa legið í meira en klukkutíma í heitum pottum Laugardalslaugarinnar og líklegast ekki síður eftir að hafa sofið ekki nema 6 tíma nóttina á undan. Ég og svefn er eitthvað sem er stundum ekkert að fitta alveg saman!En þessi göngutúr gekk ágætlega. Það mættu þokkalega margir fannst mér og var hópurinn í það heila rétt tæplega 90 manns. Mörgum fannst þetta mátulegt en sumum of létt. Nokkrir voru að dragast aftur úr og þarf eiginlega að koma þeim í skilning um að taka léttara fjallið frekar en það erfiða.
Það var síðan lagt af stað í rigningu og byrjað á að fara á Eldborgargíginn. Svo farið fyrir sunnan Drottningarfellið og gengið upp Kóngsfellið að sunnan. Á bakaleið var farið á Drottningarfellið líka.
Um kvöldið var svo tekið til við bóklestur fram á nótt... þannig að aftur var maður snuðaður um nætursvefn! Svo má alveg halda því til haga að ég er alveg þokkalega sáttur við prjónahúfuna sem ég er með á hausnum á myndinni hér að neðan.....
Örlítið brosandi með nýja prjónahúfu á hausnum
Monday, January 13, 2014
Fyrsta færsla á nýju ári eftir fyrstu göngu ársins með Ferðafélagi Íslands
Gengið áleiðis í Búrfellsgjá
Kannski ágætt að fyrsta færsla þessa ársins verði um það þegar gengið var í Búrfellsgjá og á Búrfell með einu léttu fjalli Feðrafélags Íslands. Ftrsti göntutúrinn þetta árið og lofar aö mörgu leyti góðu þó það séu reyndar einhver óveðrsský einhvers staðar. Helst er það út af breytingunni sem var gerð og því að núna þurfum við gædar að fara að velja og hafna hvaða fjöll við förum á. Á sama tíma og Ferðafélagið er búið að setja takmörk 4 leiðsögumenn á hverja ferð þá ákváðu þeir bræður að bæta einum leiðsögumanni við þannig að núna erum við 7 talsins að bítast um það hver fer hvaða ferð. Líst einhvern veginn ekkert allt of vel á það hvernig þetta þróast en er á meðan er og á meðan það verða ekki einhver leiðindi þá er ég með.
Það er annars eitthvað fólk sem ég þekki þarna núna að ganga. Stefán Andrésson áfangastjóri er þarna og ekkert vont að endurnýja kynnin við þann mann sem gleymiir aldrei neinu! En síðan ekki síðra að Haraldur jarðfræðingur Gunnarsson ætlar að ganga þarna líka. Það verður verulega gaman að velta jarðfræðinni fyrir sér með honum! Væri meira en til í að fara einhverjar þá af þeim ferðum kauplaust!
Svo bar kannski til tíðinda að við mættum öðrum hópi FÍ þarna á leiðinni sem framhaldslíf kallast. Þær fór fyrir einhver mikill belgingur sem ég þekki ekki sérstök deili á en æði fannst mér hann stjórnsamur og ekki skemmtilegur. Ætli við sem erum í mínum hópi virkum líka svona á t.d. þátttakendurna sem eru að ganga í okkar hópum. Ég vona ekki. Við vorum í öllu falli ekki jafn bransaleg og hann var. Hann var svona útbúinn eins og hann væri að fara í sprungubjörgun!
En það var tekin hópmynd sem hann stóð fyrir en vildi samt hafa hálf ómögulega - því enginn mátti stjórna neinu nema hann sjálfur. Skemmtielgra hefði verið ef fólkið hefði komið nær en við það mátti ekki koma!
Hópmydnin af Einu fjalli mánaðar ásamt framhaldslífi 52gja fjalla mætast í Búrfellsgjá
Subscribe to:
Posts (Atom)