Monday, January 02, 2012
Heiðmerkur skíðaferð
Nýja árið byrjar bara firna vel. Fór á skíði í gær, nýársdag með Gunnum sem er reyndar allur krambúleraður frá skíaferð jóladagsins þegar neistaflug stóð undan skíðunum hans. Var einn núna og fór lengri hring. Auðvitað ekkert rutt þarna uppeftir og ég gekk svona nokkurn veginn frá Elliðavatnsbænum. Fór lengst uppeftir þannig að þetta varð herjarinnar hringur. Dálítið úrvinda á eftir og greinilegt að formið er ekki alveg í lagi þó það sé nú samt kannski ekki alveg handónýtt.
Alveg skelfilegt hvað göngufólk þarf svo alltaf að ganga í skíðaslóðunum í Heiðmörk. Víða er stígurinn það þröngur að við því er ekkert að gera en annars staðar þá er þetta bara hið hroðalegasta tillitlseysi, frekja eða hugsunarleysi gangandi fólks sem traðkar niður skíðabrautina þannig að það verður ekki nema hálft gaman að vera þarna á skíðum. Held ég fari eitthvað annað næst.
Vígði svo annars í gær nýja hjólaljósið. Það lýsir alveg eðal!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment