Saturday, October 08, 2011
Grænland og fleira
Sit núna við og hamra ritgerð um jarðsögu Grænlands. Það er mart sem maður þarf að gera ef maður ætlar að vera að gera eitthvað allt annað en maður hefur verið að gera. Jarðsaga Grænlands er svona að verulegu leyti saga af gömlu grjóti og svo er þarna jökull. Það sem er kannski dálítið undarlegt til að hugsa er að elsta berg í Grænlandi er nær 4 milljarða ára gamalt. Núverandi ísaldarjökull fór að myndast á Grænlandi einhvern tíman síðustu 4-5 milljón árin. Þar á undan var bara þokkalega hlýtt á Grænlandi eins og annars staðar á jörðinni líklega heil 500 milljón á á undan og þá var Grænland líka allt annars staðar á jarðarkúlunni. Einhvers staðar nálægt miðbaug kannski en þó frekar fyrir sunnan miðbaug. Það hefur því ekki verið jökull á Grænlandi nema svona 0,1 til 0,2% af þeim tíma sem Grænland hefur verið til.
Byrjaði á að skoða elsta bergið á Grænlandi sem er í kringum Nuuk. Er ekki enn kominn að því bergi sem er á myndinni að ofan. Og raunar ekki alveg klár á því hvort það telst frekar til Ketilidian beltisins eða myndurnar sem er kennd við Garða. Sú fyrrnefnda er eitthvað nálægt 2 milljarða ára gömul en sú síðarnefnda ekki nema rétt rúmlega eins milljarðs ára. Það mun vera 100 sinnum eldra en elsta berg á Íslandi.
Það er kannski ekki erfitt að hugsa í svona miklum fjarlægðum í tíma en það er frekar mjög undarlegt!
Varðandi myndina að ofan þá man ég að sú jarðfræði sem ég kunni þá var öll frekar íslensk og öll einkennd af því að berg myndaðist fyrst og fremst í eldgosum. Þetta dularfulla X á myndinni ákvað ég þarna á staðnum að væru berggangar en skildi ekki alveg svo sem hvernig þeir gátu legið í svona X. Ég er reyndar enn alls ekki með á hreinu hvernig þetta hefur myndast en tel berggang frekar mjög ólíklegan.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment