Esjugöngur
Í vetur einhvern tímann komst ég að því að það var búið að umturna Esjunni. Steinninn sem var í einhverri viðráðanlegri hæð hafði verið færður upp brekkuna. Það átti að vera eitthvað markmið að komast upp að grjóthnullungnum á einum klukkutíma sem hefði átt að vera létt verk og löðurmannlegt ég enda vanur að fara þangað upp á innan við 50 mínútum. En í einhverjum kafaldsbil þá bar svo undarlega við að það var ekki nokkur leið að komast upp að þessum Steini nema þegar eitthvað var vel liðið á annan klukkutímann. Einhver hélt því nú fram að ég væri bara orðinn gamall en þeim hinum sömu get ég tilkynnt að þeir ráða hvort sé líklegra að ég sé að yngjast núna eða að Steindruslan hafi verið færð eitthvað niður brekkuna.
En sem sagt. 43:28 á mánudaginn síðasta og 42:35 held ég í gær. Þetta fer að fara niður fyrir 40 mínúturnar. Og þá fer maður nú líklegast að hætta sér líka alveg upp.
No comments:
Post a Comment