Sunday, April 26, 2009

að vera ánægður og óánægður

Hjólatúr, kosningar, fuglamyndir og fyrirhugaðar framkvæmdir


leidin
Ég er ekki neitt sérlega ánægður með hnéð á mér og ekki heldur neitt sérlega ánægður með Rauðu-Eldinguna. Hnéð varð aumt og svo slitnaði teinn og gjörðin skekktist. En það var hjólað.
Eitthvað yfir 77 km á alls 4 klst en meðalhraði 23 komma eitthvað á meðan ég var að hjóla. Ekki hratt en sæmilega langt samt á minn mælikvarða.
Þarf að prófa hnéhlíf til að hnéð fari ekki svona í klessu. Svo þarf ég að henda hjólinu í þá hjá Erninum. Það er væntanlega ekki í lagi að það slitni teinn á sléttum vegi á nýju hjóli!

En jæja...
Það var kosið í gær. Ég ákvað mig ekki fyrr en á sekúndunni sem ég setti ex við eitthvað, segi ekki hvað en eftir á fattaði ég að ég hafði kosið í samræmi við sokkana mína!

En jæja aftur!
Fór í dag út á Seltjarnarnes. Þegar ég fór þar um á Rauðu-Eldingunni í gær sá ég einvern torkennilegan fugl.

Margæs - Branta bernicla

Var þar komin margæs ef mér skátlast ekki þeim mun meira. Er bara nokkuð sáttur við myndatökuna. Held að myndin sé skárri en myndin sem er í fuglabókinni minni. Þarna voru líka flögrandi hettumáfar og er ég bara sáttur þar líka.

Hettumávur - Larus ridibundus

Og loks jæja...
Framkvæmdir. Það er komið á dagskrá að gera einhvern skjólgarð í garðinum hér á H34 þannig að ég geti sólað mig með einhverjum árangri núna í sumar.

Svo er ég líka pínulítið ánægður með sjálfan mig að þessar framkvæmdapælingar sem kölluðu áörlitla tiltekt í garðinum urðu líka til þess að í fyrsta skipti á æfinni er ég farinn að flokka eitthvað lífrænt rusl frá öðru rusli og ætla mér að búa til MOLD!

No comments: