Það var lagt snemma af stað. 7:00 var planið og það gekk nokkuð eftir. Einhver talaði um allt að 30 manns en niðurstaðan var að við vorum líklega 24 sem lögðum af stað. Nokkrir aðrir hópar voru þarna líka þannig að allt í allt þá voru þetta um 70 manns á röltinu upp hlíðar jökulsins.
Allir voru vel sprækir þegar lagt var af stað og ormarnir liðuðust upp fjallið. Það var farið í línur sem fóru eitthvað mis hratt upp. Allir komust Skýrrar og félagar þeirra á toppinn utan einn sem þjáðist illilega af beinhimnubólgu.
Eitthvað um 10 tímar alls. 6-7 tímar upp og 3-4 tímar niður.
No comments:
Post a Comment