Sunday, April 19, 2009

Nenniseggi eða hvað

Þegar maður á að vera að gera eitthvað annað er ágætt kannski að blogga bara


Different nature... one or two

Vetur og sumar á sama degi

Þegar maður nennir ekki að gera það sem maður á að vera að gera er ágætt að blogga smá.

Við bræður fórum í Fellsmerkurtúr um páska. Lagt af stað eftir fiskát föstudagsins langa a la mama á Urðarstekk. Það var gott veður og útivist fram á miðnætti sitjandi og segjandi eitt en kannski ekki margt.

Svo á laugardegi var sólin í heiði alveg eins og veðurspámennirnir höfðu lagt til. Við örkuðum af stað upp Keldudalsheiðina. Það var komið sumar á láglendi og blómstur sprungin út en eftir því sem ofar dró varð vetrarlegra. Einhvers staðar í 500 metra hæð var frost að fara úr jörðu og ofar var snjór yfir öllu. Við enda komnir upp undir jökul.

Valaþúfa eða ekki Valaþúfa... víst er að þar fann ég beinvölu



Valaþúfa er þarna einhvers staðar og fórum við upp á hól sem okkur fannst flottur sem slíkur. Fann ég reyndar beinvölu þar uppi, líklega ættaða úr fugli sem einhver hefur étið einhvern tíman. En samkvæmt kortinu er Valaþúfan allt annars staðar og mikið austar. Verður farinn könnunarleiðangur þangað þegar vel liggur á manni.

mountain view

Útsýni til jökla ofan af Valaþúfu eða ekki Valaþúfu. Fyrir þá sem eru ekki mjög kunnugir þá er jökullinn vinstra megin Eyjafjallajökull og jökullinn hægra megin Mýrdalsjökull.
Smella á myndina til að fá hana risastóra!



Það var gengið svo gott sem upp að jöklinum en samt ekki alveg á hann.
javascript:void(0)
Á bakaleiðinni lentum við í miklum Hremmingum við Hotsgil og einhver önnur gil. Höfðum ætlað að fara einhverja aðra leið til tilbreytingar niður aftur enn allar aðrar leiðir reyndust meira og minna ófærar.

gongileid

Það er ágætt þetta þegar maður á að vera að gera eitthvað sem maður nennir eiginlega ekki að gera. Ekki get ég reyndar alveg kennt veðrinu um þar sem það er einhver þræsingur í honum [eða segir maður ekki þannig] svo það er best að blogga smá eða bara setjast einhvers staðar í ró og spekt og fara að prjóna sér peysu!

No comments: