Thursday, September 27, 2007

Að vera kjúklingur

Ég varð lítið hjarta... eða kannski of skynsamur í gær...


Línudobblun - The double line
Einhvern veginn gleymist alltaf hjá manni að blogga svona í dagsins önn. En hér kemur smá... blogg sko.

Það var svona björgunar HSSR eitthvað í gær. Minn mættur með klifurdrasl, útbúinn hjálmi og alls konar spottum og járndóti. Bara gaman svona fyrst en kannski ekkert auðvelt að hanga eins og skata í einhverjum spotta eiginlega bara fastur og komast hvergi neitt. En það gekk allt betur þegar maður átti að beita hyggjuvitinu og gera svona línudobblun eins og sést hér að ofan. Reyndar notaði ég aðallega hyggjuvit snillinganna sem voru með mér í hópi.

En svo fór gamanið aðeins að kárna þegar það átti að fara að síga niður af fjárans pallinum og yfir einhven fjárans hnút. Þetta var greinilega ekkert of einfalt og þeir sem voru á undan mér voru eins og skötur hangandi þarna eins og ég veit ekki hvað. Og svo sá sem átti að segja manni hvernig átti að gera þetta eiginlega við það að missa alla þolinmæðina. Missti svo held ég allt álit á undirrituðum þegar hann tróð hjálmi á hausinn á sér! Kannski til hvers þar sem manni fróðari spekingar héldu því fram að maður steindræpist hvort sem er ef maður tæki upp á því að detta niður. En hmmmm.... það þýðir reyndar ekkert að kenna neinum öðrum um þetta en eftir að maður var búinn að vera í einhverjar mínútur uppi á skrambans sigpallinum þá missti ég bara allan áhugann á þessu og labbaði mér bara aftur niður stigaskömmina... ætli maður verði ekki bara rekinn úr sveitinni eða fái aldrei að komast inn í hana :( Nei, ætli það nokkuð. Mar verður bara að æfa sig eitthvað meira að síga og svona!

En ég held að myndin sé fín, þessi þarna fyrir ofan!
... eða er það ekki?



....

No comments: