En silfurstjarnan komin í staðinn. Þetta er nú annars kannski allt í lagi því þetta eru nú bara fartölvur. En þessi litla sæta með digitalskjánum sem var hægt að snúa í hringi er að hætta í minni þjónustu en í staðinn kemur Hlunkur Bekkur Silfurstjarnan sem ber stórt nafn með rentum. Hún er með svo stóran skjá að ég þarf næstum að hafa kíki til að geta séð hann allann, svei mér þá. Annars er hún roslega fín, silfurlit og alles en samt hálfgerð Della verð ég að játa.
Annars af einhverju bloggtæku sem gerðist í vikunni er nú reyndar nokkuð vert að nefna lifandi glaðninginn sem HK lofaði mér einhvern tíman í upphafi vikunnar. Hún var svo þvílíkt dularfull að ég var næstum orðin viss um að hún hefði væri komin með kött svona í einhverju bríaríi. En nei það var ekki svoleis. Öllum að óvörum var vinkonan Guðrún komin til landsins og hef ég barsta sjaldan ef nokkurn tíman séð Hönnutötuna jafn glaða og að fá vinkonuna sína svona í heimsókn óforvarandis.
Núna þessa helgina hefur reyndar alvara lífsins tekið völdin. Það er gengð búð úr búð og leitað að brúklegum samkvæmisklæðnaði fyrir árshátíðina um næstu helgi í Lundúnum. Verður það eflaust mikið spaug. Nú svo er eitthvað verið að gæla við þá hugmynd að leggja land undir fót í kvöld og vígja nýjan svefnpoka. Meira um það síðar hvað verður.
No comments:
Post a Comment