Thursday, March 09, 2006

helgin síðasta

Það stóð víst til að blogga eitthvað um hana og ætli það verði barsta ekki gert hér og nú. Reyndar ekki neinn tími til neins frekar en fyrri daginn.

Laugardagurinn fór ágætlega af stað en heldur seig á ógæfuhliðina þegar kvöldið nálgaðist því þá vorum við HK orðin vopnuð stórhættulegri ryksugu sem kennd er við vatndsdropa sem sólin skín á ... nebblega regnbogann. Ætlunin var nú reynddar upphaflega bara að flikka aðeins uppá stofusóffann en þetta endaði með að öllu ryki og skít var sagt stríð á hendur og rykmaurum í milljónatali sturtað niður í klósettið. Stóð þetta æfintýri fram á rauðanótt eða svona nokkurn veginn þangað til Hrafnhildur og Gulli komu að skoða slidesmyndir úr Tindfjöllum... eða var það kannski einhvern annan dag. Man ekki baun í bala.

Nú en það sem bar til tíðinda á sunnudeginum var svona kannski bara það að Ventó var klifjaður ljósmyndadóti og frönsku bagett brauði og haldið austur á bóginn. Það var ekki látum linnt fyrr en komið var í höfnina hans Þorláks. Þar breyttist HK í gelgjulegan ljósmyndanörd með trefil um haus en tók sig held ég bara vel út.
HK the photo girl
Það sem var myndað voru alls kyns malarhaugar þarna hist og her. Koma nokkuð skemmtilega út finnst mér í svarthvítu og góðum kontrast...
small mountains 2
small mountains
Machines and mountains
colors of grey
Já reyndar ekki allt svarthvítt þarna þótt grátt hafi verið þegar myndatakan fór fram. Þetta var annars allt hálf eyðilegt þarna. Einhver yfirgefningarfílingur sem gerði vart við sig hjá okkur. Var mér eiginlega hálf hugsað til þess hvernig mál geta þróast þarna fyrir austan ef álfurstinn ákveður einhvern tíman að nóg sé komið af bræddu áli á Ísalandinu.

En áfram var haldið og farið austur fyrir Eyrarbakka og jafnvel Stokkseyrina líka. Myndavélin munduð aftur og étið brauð....


testing the baguette


Svo tók HK portrett mynd af mér á hvolfi...


me seen by my girl


Og ég tók portrett mynd af HönnuKötu...

A portrait of my girl



No comments: