....
Friday, March 24, 2006
Sunday, March 19, 2006
thad e nu munurad vera a akmennilegu luxushoteli med internettengingu ohg lyklabord sem haegt er pikka a h allt kemura sjonbvaaaarpid o thadan a internetid og bloggidmanns.
vest at thjette et helvitis drassl sem vrrka reilegaekki neitt!
en thad var stud a arshatidinni i gaerkkvoldi thad er ljost
fjor i london........................
vest at thjette et helvitis drassl sem vrrka reilegaekki neitt!
en thad var stud a arshatidinni i gaerkkvoldi thad er ljost
fjor i london........................
....
Saturday, March 11, 2006
Snælda mín er farin :(
En silfurstjarnan komin í staðinn. Þetta er nú annars kannski allt í lagi því þetta eru nú bara fartölvur. En þessi litla sæta með digitalskjánum sem var hægt að snúa í hringi er að hætta í minni þjónustu en í staðinn kemur Hlunkur Bekkur Silfurstjarnan sem ber stórt nafn með rentum. Hún er með svo stóran skjá að ég þarf næstum að hafa kíki til að geta séð hann allann, svei mér þá. Annars er hún roslega fín, silfurlit og alles en samt hálfgerð Della verð ég að játa.
Annars af einhverju bloggtæku sem gerðist í vikunni er nú reyndar nokkuð vert að nefna lifandi glaðninginn sem HK lofaði mér einhvern tíman í upphafi vikunnar. Hún var svo þvílíkt dularfull að ég var næstum orðin viss um að hún hefði væri komin með kött svona í einhverju bríaríi. En nei það var ekki svoleis. Öllum að óvörum var vinkonan Guðrún komin til landsins og hef ég barsta sjaldan ef nokkurn tíman séð Hönnutötuna jafn glaða og að fá vinkonuna sína svona í heimsókn óforvarandis.
Núna þessa helgina hefur reyndar alvara lífsins tekið völdin. Það er gengð búð úr búð og leitað að brúklegum samkvæmisklæðnaði fyrir árshátíðina um næstu helgi í Lundúnum. Verður það eflaust mikið spaug. Nú svo er eitthvað verið að gæla við þá hugmynd að leggja land undir fót í kvöld og vígja nýjan svefnpoka. Meira um það síðar hvað verður.
Annars af einhverju bloggtæku sem gerðist í vikunni er nú reyndar nokkuð vert að nefna lifandi glaðninginn sem HK lofaði mér einhvern tíman í upphafi vikunnar. Hún var svo þvílíkt dularfull að ég var næstum orðin viss um að hún hefði væri komin með kött svona í einhverju bríaríi. En nei það var ekki svoleis. Öllum að óvörum var vinkonan Guðrún komin til landsins og hef ég barsta sjaldan ef nokkurn tíman séð Hönnutötuna jafn glaða og að fá vinkonuna sína svona í heimsókn óforvarandis.
Núna þessa helgina hefur reyndar alvara lífsins tekið völdin. Það er gengð búð úr búð og leitað að brúklegum samkvæmisklæðnaði fyrir árshátíðina um næstu helgi í Lundúnum. Verður það eflaust mikið spaug. Nú svo er eitthvað verið að gæla við þá hugmynd að leggja land undir fót í kvöld og vígja nýjan svefnpoka. Meira um það síðar hvað verður.
Friday, March 10, 2006
veiijjjjj - ég horfði á sjónvarpið loksins
Í kvöld, sko þetta sem var fimmtudagskvöld ákváðum við HK að stunda ákveðna nýbreytni. Við kveiktum á sjónvarpi og horfðum svo á það. Mikil ósköp og skelfing. Ekki vissi ég að það væri svona margar auglýsingar til. Fyrst var reyndar spurningakeppni framhaldsskólanemanna. Alltaf þegar ég sé þá spurningakeppni þá rifjast alltaf upp fyrir mér spurningakeppnin í den þegar FB vann keppnina. Mikið hroðalega var það gaman!
Eftir fyrsta overdoze af auglýsingum kom svo þulan í lopapeysunni og sagði að næst myndum við fá að sjá smá glpæpó. Það var mangþrunginn þáttur um ógæfufólk sem varð þess valdandi að barnið þess andaðist. Var síðan látið líta svo út sem barnapían væri sek um verknaðinn. Þetta var sem sagt hinn rosalegasti þáttur sem ég hefi séð lengi og þá meina ég lengi!
Svo komu auglýsingar og meiri auglýsngar og svo var okkur sagt í óspurðum fréttm að allt væri að komas á vonarvöl og svo voru meiri auglýsingar og veðurfréttir og meiri auglýsingar. Þegar þulan í lopapeysunni kom aftur á skjánn þá hélt ég að eitthvað emria kæmi nú en bara enn meiri auglýsinga en það var ekki. Hún bara kynnti einhverjar auglýsingar... og þá slökkti ég!
Eftir fyrsta overdoze af auglýsingum kom svo þulan í lopapeysunni og sagði að næst myndum við fá að sjá smá glpæpó. Það var mangþrunginn þáttur um ógæfufólk sem varð þess valdandi að barnið þess andaðist. Var síðan látið líta svo út sem barnapían væri sek um verknaðinn. Þetta var sem sagt hinn rosalegasti þáttur sem ég hefi séð lengi og þá meina ég lengi!
Svo komu auglýsingar og meiri auglýsngar og svo var okkur sagt í óspurðum fréttm að allt væri að komas á vonarvöl og svo voru meiri auglýsingar og veðurfréttir og meiri auglýsingar. Þegar þulan í lopapeysunni kom aftur á skjánn þá hélt ég að eitthvað emria kæmi nú en bara enn meiri auglýsinga en það var ekki. Hún bara kynnti einhverjar auglýsingar... og þá slökkti ég!
Thursday, March 09, 2006
helgin síðasta
Það stóð víst til að blogga eitthvað um hana og ætli það verði barsta ekki gert hér og nú. Reyndar ekki neinn tími til neins frekar en fyrri daginn.
Laugardagurinn fór ágætlega af stað en heldur seig á ógæfuhliðina þegar kvöldið nálgaðist því þá vorum við HK orðin vopnuð stórhættulegri ryksugu sem kennd er við vatndsdropa sem sólin skín á ... nebblega regnbogann. Ætlunin var nú reynddar upphaflega bara að flikka aðeins uppá stofusóffann en þetta endaði með að öllu ryki og skít var sagt stríð á hendur og rykmaurum í milljónatali sturtað niður í klósettið. Stóð þetta æfintýri fram á rauðanótt eða svona nokkurn veginn þangað til Hrafnhildur og Gulli komu að skoða slidesmyndir úr Tindfjöllum... eða var það kannski einhvern annan dag. Man ekki baun í bala.
Nú en það sem bar til tíðinda á sunnudeginum var svona kannski bara það að Ventó var klifjaður ljósmyndadóti og frönsku bagett brauði og haldið austur á bóginn. Það var ekki látum linnt fyrr en komið var í höfnina hans Þorláks. Þar breyttist HK í gelgjulegan ljósmyndanörd með trefil um haus en tók sig held ég bara vel út.
Það sem var myndað voru alls kyns malarhaugar þarna hist og her. Koma nokkuð skemmtilega út finnst mér í svarthvítu og góðum kontrast...
Já reyndar ekki allt svarthvítt þarna þótt grátt hafi verið þegar myndatakan fór fram. Þetta var annars allt hálf eyðilegt þarna. Einhver yfirgefningarfílingur sem gerði vart við sig hjá okkur. Var mér eiginlega hálf hugsað til þess hvernig mál geta þróast þarna fyrir austan ef álfurstinn ákveður einhvern tíman að nóg sé komið af bræddu áli á Ísalandinu.
En áfram var haldið og farið austur fyrir Eyrarbakka og jafnvel Stokkseyrina líka. Myndavélin munduð aftur og étið brauð....
Svo tók HK portrett mynd af mér á hvolfi...
Og ég tók portrett mynd af HönnuKötu...
Laugardagurinn fór ágætlega af stað en heldur seig á ógæfuhliðina þegar kvöldið nálgaðist því þá vorum við HK orðin vopnuð stórhættulegri ryksugu sem kennd er við vatndsdropa sem sólin skín á ... nebblega regnbogann. Ætlunin var nú reynddar upphaflega bara að flikka aðeins uppá stofusóffann en þetta endaði með að öllu ryki og skít var sagt stríð á hendur og rykmaurum í milljónatali sturtað niður í klósettið. Stóð þetta æfintýri fram á rauðanótt eða svona nokkurn veginn þangað til Hrafnhildur og Gulli komu að skoða slidesmyndir úr Tindfjöllum... eða var það kannski einhvern annan dag. Man ekki baun í bala.
Nú en það sem bar til tíðinda á sunnudeginum var svona kannski bara það að Ventó var klifjaður ljósmyndadóti og frönsku bagett brauði og haldið austur á bóginn. Það var ekki látum linnt fyrr en komið var í höfnina hans Þorláks. Þar breyttist HK í gelgjulegan ljósmyndanörd með trefil um haus en tók sig held ég bara vel út.
Það sem var myndað voru alls kyns malarhaugar þarna hist og her. Koma nokkuð skemmtilega út finnst mér í svarthvítu og góðum kontrast...
Já reyndar ekki allt svarthvítt þarna þótt grátt hafi verið þegar myndatakan fór fram. Þetta var annars allt hálf eyðilegt þarna. Einhver yfirgefningarfílingur sem gerði vart við sig hjá okkur. Var mér eiginlega hálf hugsað til þess hvernig mál geta þróast þarna fyrir austan ef álfurstinn ákveður einhvern tíman að nóg sé komið af bræddu áli á Ísalandinu.
En áfram var haldið og farið austur fyrir Eyrarbakka og jafnvel Stokkseyrina líka. Myndavélin munduð aftur og étið brauð....
Svo tók HK portrett mynd af mér á hvolfi...
Og ég tók portrett mynd af HönnuKötu...
Monday, March 06, 2006
Það var fín helgi og ágæt vika...
Subscribe to:
Posts (Atom)