Á leið yfir fjöllin með hópinn frá Kóreu.
Líklegast á Þóra stærstan þátt í þessu en sumarið 2023 fór ég að gæda útlendinga á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Fjalló, Icelandia eða hvað við viljum kalla það. Talsvert mikið mikið öðru vísi en það sem ég hafði gædað áður. Að einhverju leyti var þetta framhald af því að sumarið áður fór ég eina ferð með Þóru með USA fólk um Norðurland. Reyndar allt öðru vísi ferð þar sem þá var farið á rútu prívat með bílstjóra, gist á hótelum en svo farnar góðar dagsgöngur um áhugaverða staði. Það var víst bloggað um það líka. Eftir þá ferð tókst mér að smeigja litlu tánni á mér inn í Fjalló og sem sagt... með tvær ferðir á dagskrá sumarið 2023. Sú fyrri var með 16 manna hóp en sú seinni með eitthvað rúmlega 20 manna hóp þar sem einnig var túrgæd að utan og svo einn með mér hér heima. Ég gerði ráð fyrir að fá einhvern reynslubolta með mér en það endaði ekki þannig og eftir að Höskuldur sleit hásin og Sigga Guðmunds var þá búin að lofa sér í annað... þá fór Gunni með mér. Ég held annars að það hafi verið nokkuð góður kostur.
Áður en ég fór fyrri ferðina þá hafði ég vit á að fara inn á Fjallabak og hitta Þóru í Hrafntinnuskeri og sjá þá helst hvernig staðið er að því að elda mat handa hópnum í skálanum. Ég veit ekki alveg hvernig þetta hefði farið ef ég hefði ekki gert það til undirbúnings. Gat einnig kíkt á þá staði sem gert var ráð fyrir að ég myndi sýna fólkinu... enda voru þarna líka eitthvað á annan áratug síðan ég fór síðast heilan laugaveg.
Þóra að leyfa mér að njóta útsýnisins með sér yfir Jökultungum.
Ég hitti svo hópinn minn á BSÍ og það gekk ágætlega... rútubílstjórinn... hvern skrambann hann heitir, einhvers staðar frá útlandi en búinn að vera svo lengi á Íslandi að hann er orðinn heilmikið íslenskur.
Fyrsti hópurinn sem ég fór með í góðu veðri á leið upp á Fimmvörðuháls.
----------------------
Þetta var skráð um haust 2024 en bara sett á eitthvað sumar 2023 þegar ég hefði verið að hugsa þetta
......