Það fer ekki allt eins og ætlað er. Sumarið búið að vera frekar gott til ferðalaga. Búinn að gæda laugaveginn tvisvar og að auki fór ég fyrst í smá könnunarleiðangur - sérstaklega til að skoða hvernig stóreldamennska í þessum skálum Laugavegsins gengi fyrir sig.
Kláraði seinni ferðina á föstudagskvöld og slapp allt saman fyrir horn með stóran hóp frá Suður-Kóreu. Fann hins vegar fyrir hálseymslum á laugardeginum og svo eftir Sluxa á laugardagskvöldi hvar ég hefði átt að vera massa rólegur en var ekki - þá er ég búinn að liggja með kvefpest. Einhvern Kóreuvírus geri ég ráð fyrir.
Það varð svo til þess að ég er ekki núna í góðum Stakahópi að nálgast Fjallkirkju í Langjökli heldur sit ég bara heima hjá mér með hor í nös. Þeir eru svo með neyðarsendinn minn með sér og ég get fylgst með hvernig miðar.
Og á meðan ég var að skrifa þetta eru þeir að mjakast nær skálanum og eiga bara nokkur hundruð metra eftir núna á flötu landi. Vona bar aða það sé hægt að sofa í þessum skála!
Ég er annars nokkuð ánægður með sjálfan mig að hafa náð að gera almennilegt takk af lofmynd frá gps.is sem ég hnitsetti sjálfur í Ozi Explorer!
No comments:
Post a Comment