Það var eitthvað mánuði fyrr að það var spurt mig eitthvað sem þótti ólíklegt, hvort ég myndi stökkva til og fara með sem fararstjóri með hóp Bandaríkjamanna þar sem það vantaði aukafararstjóra því hópurinn var kominn yfir mörk sem var miðað við fyrir einn fararstjóra. Ég kom á óvart og stökk til.
Það að fara með hóp útlendinga í lúxusferð í hótelgistingu og gönguferðum á hverjum degi er dálítið annar vinkill en ég hef verið að fara sem fararstjóri hingað til. Eiginlega mjög margt sem ég þurfi að undirbúa mig, hugsa eða haga mér öðruvísi en í öðrum ferðum.
- Öll leiðsögn yrði á ensku
- Þar sem þetta var dálítið dýr ferð þá mætti gera ráð fyrir að fólkið gerði talsvert miklar kröfur
- Margra daga ferð með fólkinu yfir daginn og á hótelum um kvöld kallar á talsvert flóknari fatapælingar en í öðrum ferðum
- Ferð um Norðausturland á gönguleiðum út frá þjóðvegum - eitthvað sem ég hef í raun ekki veri að gera sjálfur í áratugi.
- Mig langaði mikið til að standa mig sæmilega í þessu því ef ég myndi ekki klúðra þessu alveg þá gæti ég alveg fengið fleiri svona verkefni.
- Og kannski ekki síður að þá hafði ég ekki mikinn áhuga á að klúðra þessu fyrir hönd samfararstjórans - en svo sem ekki mikil hætta á því.
No comments:
Post a Comment