Thursday, July 14, 2022

Komist upp að honum Steini og meira að segja hjólað smá líka!

Við hann Stein - reyndar kominn í ullarbol en ekki lengur bara á stuttermabolnum

Batavegurinn reyndist vera í Esjuhlíðum - kom kannski ekki á óvart svo mikið. Dagurinn hefði átt að vera óhappa þar sem það var 13. júlí en veðrið var gott og ég lét vaða fyrir hádegi upp að Esjusteini. Í kvartstutthlaupabrók og stuttermabol náði ég þangað upp og meira að segja innan þess eins klukkutíma marks sem er oft talið skilja á milli feigs og ófeigs. Þetta var nú samt næstum því 20 mínútum lakari tími en ég var á þarna í vor. En ég má víst bara teljast góður að Covid fór ekki verr með mig en þetta.

Svo var deginum breytt í frídag og afslappelsi eitthvað. Þar sem veðrið var eðal og ég ekki alveg búinn á því þannig séð þá var hjólað eitthvað. fyrir valinu varð hringur umhverfis Helgafell þeirra Hafnfirðinganna og gekk það barsta ágætlega.

......

....

No comments: