Tuesday, December 17, 2019

Árleg eða hérumbil árleg aðventuferð bræðra í Fellsmörk

Það var kalt en það var fallegt!


Líklega ágætis ferð í Fellsmörk og þá jafnvel sú besta í huganum í langan tíma. Eitthvað skemmtilegt gert.
  • Ég hafði verslað mér battarís-jólaljós (eða það sem var kallað partýljós) í Bykó síðasta haust og þeim var smellt upp í snarheitum. Það vantaði nagla og svo vantaði hamar en það fyrra fannst í geymslukamri bjálkakofans og því síðarnenfnda var til bráðabirgða bjargað með þykkbotna pönnukökupönnu!
  • Það var grillað
  • Var vopnaður nýrri linsu á Nikoninn og það vaknaði einhver hérumbil slökkt framtaksemi að taka kúnstmyndir.
  • Það var að venju farið í einhverja stuttgöngutúra - við bræður reyndar sitt í hvoru lagi.
  • Allt með kyrrum kjörum eftir nýafstaðið óveður (rauða aðvörunin) en á einhverjum tímapunkti var spáð mjög hvössu veðri í eða ofan Fellsmerkur. GS reyndar búinn að gera afar lítið úr því öllu fyrirfram og þar með mér en fæ svo spurningu á Facebook um hvort allt sé í lagi á austurhluta og ekki nógu gott að hafa ekki skoðað neitt þar. En það er eins og það er hjá manni, bæði í leik og starfi.

Það var annars svo kalt þennan sólarhring sem við vorum í Fellsmörk að mér var eiginlega kalt allan tímann. Lá uppi í rúmi og var að reyna að lesa bók en þá að drepast úr kulda á höndunum. Hefði þurft að vera með vetlinga við lesturinn!

Eitthvað sem ég hugsa en kem aldrei í verk þar í Fellsmörk.
  • Það vantar skenk undir gluggann á dyravegginn. Hann myndi annars vegar nýtast sem hirsla undir dót sem er í húsinu og er dálítið alltaf út um allt og alltaf hálfpartinn fyrir. Hann myndi svo nýtast til að geta lagt frá sér farangur hverrar ferðar sem núna er alltaf út um öll gólf.
  • Náttborð
  • Hillur við efri koju
  • Krókar við kojurúm
  • Skápur inn í geymslukamarinn. Þunnur IKEA Ivar, helst með hurðum.

No comments: