Friday, April 13, 2018


Nýtt dót prufukeyrt. Garmin eitthvað Fenix 5. Rosaleg græja geri ég ráð fyrir en samt ekki alveg að fatta mig. Ef ég skildi apparatið rétt þá segir það að ég eigi að hvíla mig í 29 klst eftir klukkutíma langa hjólatúr... og með þessum eina hjólatúr vantar mig bara einhverjar 5-10 mínútur að ná hreyfimarkmiðum vikunnar. Það er greinilega gert ráð fyrir að ég sé kominn frekar nálægt grafarbakkanum. Svo sýnist mér að ég sakni ennþá einhverra fítusa sem voru í gamla Garmin forerunner 305 sem ég átti. En þetta er nú samt voðalega fínt held ég.

Gamli Bell hjálmurinn minn var orðinn eitthvað lúinn um daginn þannig að það var pantaður nýr Bellhjálmur af vörulista Chainreaction án þess að máta að sjálfsögðu. Síðast þegar ég keypti Bell hjálm þá virtust þeir vera betri og passa betur eftir því sem þeir voru dýrari. Það var því pantaður einn rúmlega miðlungi dýr! Og hann mátast þvílíkt vel á hausinn á mér og er svo þægilegur að ég er að hugsa um að sofa með hann í nótt... og kannski líka úrið til að fá að vita hvort það séu einhver svefngæði hjá mér. Já, þessi tækniöld lætur ekki að sér hæða!

Hjólatúrinn á Strava... og hann fór þangað bara sjálfkrafa!!!

No comments: