Friday, October 21, 2016

Líklega síðasta Hlöðuvallaferðin í bili og ennþá enn hopa jöklar


Frekar ágæt testofa með útsýni


Fór að mér telst fjórtándu ferðina að Hlöðufelli um síðustu helgi. Var einsamall en reyndar talsvert fjölmenni samt á svæðinu. Sótti loksins kjarnana sem ég boraði í klettana við uppgönguna í fyrra og að hluta núna í sumar. Kláraði einnig fleiri sýnatökustaði þar sem sýni höfðu verið of fá. Svo sem ekkert merkilegt um eitt eða neitt að segja þannig séð.


Læmið sem núna hefði mátt kalla Flæmið!

Var laugardag og sunnudag og fór sunnudagurinn að hálfu í að fara inn að Vestari-Hagafellsjökli. Eftir stórrigningar liðinnar viku var talsvert í Læminu og sá ég af bökkunum í kringum ána að hún hefur verið óvæð, a.m.k. tveggja metra djúp þegar mest var í henni.
Jökullinn hafði hopað skv. minni mælingu 56 metra frá síðasta ári.



Síðan er það helst að frétta að karl faðir minn er kominn á sjúkrahús eina ferðina enn.

Jú og svo er ég búinn að gera mig hálf gjaldþrota með kaupum og uppsetningu á Ikea skápum í anddyrið hjá mér. En það er þó a.m.k. komið herjarinnar geymslupláss!

Já og kannski fyrir mig sjálfan ekki hvað síst í frásögur færandi að ég fer í úrjárnun á hægri sköflungi á föstudag eftir viku. Líklega best að sækja hækjurnar upp á háaloft!

No comments: