Monday, June 29, 2015

Nöldur

Um helgina þegar veðrið lék við landsmenn var minn leikur háður í roki og rigningu sunnan undir Mýrdalsjökli.

Í morgunn þegar veðrið var gott í henni Reykjavík mátti vart heyra mannsins mál fyrir einhverjum framkvæmdum utandyra og svo var ekki hægt að fara í bað því nær ekkert heitt vatn var í boði frá Orkuveitu Reykjavíkur (kannski tengsl á milli framkvæmdahávaða og vatnsleysis - en held annars að aðal hávaðinn hafi komið frá sláttuorfum), svo var ég með verk í baki og gat mig varla hreyft fyrir utan ökklann sem var með verra mótinu og svo til að gera útslagið og hrekja mig að heiman (ég sem hafði ætlað að vinna heima til hádegis) var geitungsóféti sem sveimaði um íbúðina í vígahug albúinn að gera árás.

Ég velti fyrir mér hvort þetta eigi eftir að versna eitthvað - en er annars bara góður!

...

Komst svo að því að heitavatnsskorturinn stafar af framkvæmdum. Það er víst vatnslaust í þarnæstu götu!



En ég hefði samt haldið að helvítis geitungarnir ættu að vera úti að leika sér en ekki inni heima hjá mér - búnir að hertaka íbúðina.

No comments: