Tuesday, August 27, 2013

Kúl eða bara hallærislegt

Fyrir 8 árum skrifaði ég bloggfærslu með þessum titli. Þá þóttist ég hafa sett met... heimsmet jafnvel í því sem é þá kallaði mónórómantík... ætti kannski frekar að vera sólórómantík. Eftir að hafa gengið upp á Esju, mýrina kennda við mig eða kannski frekar einhvern nafna minn á rétt innan við 39 mínútum þá datt ég í það að grilla úti í garði. Það var komið myrkur þannig að ég sat einsamall úti í garði, grillaði einhverja lambalærisskanka, sötraði rauðvín, hafði bakaðan tómat og sætar kartöfflur og svepp með ekkert vanþroskuðum osti og svo reyndar líka ostinn með kexköku og sultu í bæði eftirrétt og forrétt og það var kertaljós í garðinum. Nei, manni er varla viðbjargandi.

Esjugangan var annars fín. Það var gott veður og ég ákvað að taka slitnar hlaupabrækur og klippa rifrildi neðan af skálmunum á þeim og fá þá svona stuttbuxur. Já ok, lúkkar ekki vel á miðaldra kaddli að vera í þröngum spandex stuttbuxum en það er mega þægilegt að skondrast á Esju þannig klæddur. Svo þegar ég var kominn á bílastæðið við Esjuna þá sá ég að buxurnar voru meira rifnar en ég hafði gert ráð fyrir og svona þar sem ég er ekki of hrifinn af sveittum nærbuxum þá var eiginlega útséð með það að ég varð að snúa við til að einhvers velsæmis yrði gætt þarna í Esjunni. En ég fór í hlaupabuxum. Gekk ágætlega upp eða þannig. Fór sem sagt stuttu leiðina og stytti hana eins og ég gat og niðurstaðan varð sú að ég varð 3 mínútum fljótari upp núna en um helgina þegar lengri leiðin var farin. Vaar rétt tæpar 39 mínútur núna en þá var ég rétt tæpar 42 mínútur. Það munar hins vegar töluverðu á vegalengdinni og meðalhraðinn hjá mér á lengri leiðinni var töluvert meiri. Held 4,9km/klst á móti 4,4km/klst í dag.

Monday, August 26, 2013

Hvað varð eiginlega um þetta sumar

Two swans walking in the land of lava to left and right

Álftir tvær í Ódáðahrauni sumarið 2006

Stundum hugsa ég að eitthvað ár eða eithvað sumar eða einhver vetur eða bara einhver tími verðii svona ár sem ég geti hugsað til... já smarið 2006... það var gott sumar. Ekkert endilega svo gott veður heldur sumar eða tími sem margs skemmtilegs er að minnast frá. Sumarið 2006 er þannig sunmar... svona sumar sem ég mun vonandi muna svo lengi sem ég lifi. Sumarð 2013 var hins vegar svona sumar sem einhvern veginn hvorki kom né var og það eina sem er hægt að segja er að það er að verða búið ef það er ekki búið... og enn á ég eftir að mála útidyrnar hjá mér. Ætli ég verði ekki bráðum lögsóttur af Hæðargarðslöggunni

Samt var þetta ekkert alvont sumar. það var farið norður í hann Skagafjörð, svona fjölskylduferð og líklegast verður þessa sumars minnst fyrir það um ókomin ár. Það var líka farin ein ágæt hjólaferð í Strútslaug og ein gönguferð um Hellismannaleið með HSSR. Skipulagði sjálfur báðar ferðirnar mest megnis þannig að ekki er ég dauður úr öllum æðum - en samt er ég allt í einu að fatta að það er bara komið haust. Eittvað sem hafði staðið til að gera ekki gert og bíður haustsins sumt, verarins annað, næsta vors og næsta sumars. Jæja - það verður þá eitthvað að gera í framtíðinni. Ekkert alvont það.

ER2_0253

Bróðir Gunni og félagi Dosti fara yfir læka á leið í Strútslaug.

Strútslaugarhjólaferðin var auðvitað ekkert nema unaður. Eitt og annað bar til sem sumt átti ekki að mega segja frá. lækurinn á myndinni að ofan stal tappanum af camelbagnum hans Dosta. Það mátti svo sem alveg segja frá því - það var hans eigin poki og hann þurfti bara að stoppa alls staðar til að bæta vatni í pokann þar sem pokinn lak dálítið út um stútinn. Hinu átti ekki að segja frá var að þegar farið var yfir Ófæruna í eitt skiptið missti hann símann sinn í ána. Hann varð símalaus það sem eftir lifði ferðar eins og stundum áður en svo var nú bara allt í lagi með símann þegar heim var komið.

ER2_0717

Spáð í öskulög á Hellismannaleiðar Fjallabaksins

hellismannaleiðargangan heppnaðist ekki illa. Reyndar það sem mér fannst áhugaverðast við allan göngutúrinn voru þessi öskulög sem við rákumst á í námunda við Dómadal. það eru sérstaklega tvö frekar þykka lög (tugir cm) sem mér þóttu áhugaverð. þau voru bæði nákvæmlega eins að sjá. Mjög grófkorna (kornastrð 0,5 til 1 cm) og algjörlega tvískipt þar sem neðar var ljóst (líklega súrt) lag og ofar dökkt (væntanlega basískt) lag. Gæti verið úr Heklu og mér fróðari bekkjarfélagi um Heklulög var á þeirri skoðun. Mér fanns lagið hins vegar vera of grófkornótt til þess. Algjört klúður að hafa ekki tekið sýni með sér til byggða en það er þá kannski bara ástæða til að fara aftur og þá hugsanlega með félaga Haraldi Gunnarssyni sem fannst þetta held ég alveg eins skemmtilegt í að spá og mér, þó hann hafi ekkert verið með í ferðinni.

HSSR fer á Kirkjufell Og það var farið á Kirkjufell. það var bratt en ekki eins bratt og ég hafði reiknað með. Samt hangið í spotta á einum stað. þar eins og í öskulaginu fórst alveg fyrir að taka jarðfræðileg sýni til byggða. það er spurning ef eitthvað verður af smalamennsku núna í haust að skreppa þangað til að skoða betur og taka eitthvað með sér. Mig langaði alltaf eitthvað líka til að skoða þar betur skeljasteingervina. En það er erfitt að ætla sér að gera eitthvað slíkt bíllaus eða hálf bíllaus.
HSSR fer á Kirkjufell

Það er nefnilega sumt sem ekkert hefur almennilegt verið gert með. Ventó er að verða ónýtur og ég vil ekk gera við hann. Hann er eiginlega kominn út frir viðgerðir greyið. Horfi ég nú eiginlega helst til þess að versla mér súkkujeppa fyrir pening sem ég fattaði allt í einu að ég átti frá velmektarárunum þegar maður stráði peningum í hlutabréfakaup hingað og þangað. Ekki svo sem ónýtt að finna allt í einu einhver staðar vel rúma hálfa milljón á einhverjum löngu gleymdum rekningi!

Við Hrómundartind

Svamlað í heitri laug milli Hrómundartinds og Hengils

Já og svo má líka alveg muna eftir ferð upp í Hengil sem átti að vera hjólatúr en ég þóttist sjá ský og einhvern þokuslæðing og fór eitthvað stutt hjólandi en varð þeim mun blautari þegar ég fann tvo frábæra baðstaði. Annar frekar brennisteinsmengaður og er sundskýlan angandi ennþá. Var samt ekki í henn nema rétt á meðan eitthvað förufólk fór framhjá. Annar staður sem sésta á myndinni að ofan ekki jafn brennisteinsmengaður en það reyndi svo sem ekkert of mikið á sundskýluna þar játa ég.

Já og ætli ég láti þess svo ekki getið að það var kúnstsmíðuð koja í músahús í Fellsmörk. Verður væntanlega gaman að sofa þar í framtíðinni. Og svo ku ma og pa ætla sér að fara að byggja þar líka a sínu landi. það er náttúrlega allt að gerast.

Svo má líka alveg halda til haga einu og öðru eins og að ég á núna tvær nýjar lopapeysur sem eru reundar svo litlar að ég verð að hlaupa í þvotti helst á alla kanta til að passa almennilega í þær. En samt þá gætu þær nú alveg stækkað líka við notkun - gera það yfirleitt eitthvað hefur mér fundist. Ef vel liggur á manni þá kemur mynd af þeim einhvern tíman. Svo er ég ekkert mjög ósáttur við Esju-Steins-göngutúr sem ég fór í gær á innan við 42 mín. Ekkert minn besti tími en Ottó undanfari var þar rétt á undan mér og var lengur á leiðinni. Danni landneminn var reyndra ekki nema eitthvað 38 mínútur. En ég er sáttur... með það en reyndar ekki alveg sáttur við sjálfan mig að hafa skrópað algjörlega í Reykjavíkurmaraþoninu sem var í fyrragær. Var reyndar bara núna að átta mig á því að hlaupabuxurnar mínar þær skástu urði líklega viðskila við mig í Svíþjóð í sumar - eða viðskila a.m.k. einhvers staðar einhvern tímann. þær finnast í ölu falli ekkineitt.
Svo merkilegt nokk þá las ég bók um daginn. Kannski ætti ég aftur að fara að taka upp á því að bloggpósta bókadómum. Bókadómarnir eru svona almennt þær færslur sem flestir álpast til að lesa hjá mér á þessiu bloggi.

Svo ætlaði ég að láta þess getið að núna er ég gjörsamlega húkkt á tveimru syngjandi sænskum systrum, First aid kit kalla þær sig eða ég held a.m.k. að þær séu systur og ég er einmitt að hlusta á þær núna.

kannski var þetta sumar 2013 ekkert svo alslæmt. Núna átti að byrja skóli í dag en kennarinn Jón Ólafssn haffræðingur ætlar ekki að mæta fyrr en eftir viku. Svo reyndar er ég skráður í tvo aðra kúrsa sem ég veit ekkert um. Ekkert var segulmælt í sumar sem þó hafði staðið til. Verð víst að senda MTG einhvern póst þannig að ég verði ekki í algjöru rugli með þetta allt saman!
En núna svona þegar búið er að skrifa það sem gæti kallast blogg sumarsins þá verður kannski hægt að fara að skrifa eitthvað meira styttra og lesanlegra eða ekki.