Sló helginni eiginlega upp í kæruleysi... og er enn að með að vesenast með að vera að blogga!
Músahúsið í Hliðinni
Það var rosalega gott að komast í Fellsmörkina um helgina. Fórum bræður á laugardagskvöldinu og gerðum ekki margt. Aðallega svona smá spígspor. Við áttum reyndar næstum því von á að húsið væri fokið um koll því það varð vís hvassara um daginn en dæmi eri um. En það var allt með kyrrum kjörum eða þannig. Mikið hafði greinilega gengið á. Fullt af dóti hafði dottið niður úr hillum, glös og alls konar. Emn skondið að það eina sem var brotið var kaffiskeið úr plasti. Svo var stálpanna kengbeygluð eftir að hafa fallið niður og skoppað undir rúm.Svo átti Gunni von á að húsið væri fullt af músum því við vitum að mýs komast inn en reyndar ekki út. Það virðist vera þannig að sá músastofn sem vissi um inngönguleiðina hafi allur farið þangað inn í fyrra og sé núna dáinn út því hver mús yfirleitt endaði daga sína einhvers staðar inni í húsinu. Ofan í fötu, bara á gólfinu einhvers staðar eða á bakvið útvarpið og bjó þar til ekki allt of góða lykt.
Það var reyndar allt fullt af músasporum út um allt og á einum stað rakti ég slóð og þar sem ég hélt að slóðin lægi bara til baka á einhvern dularfullan hátt var ein lítil hola. Gerum við ráð fyrir að músagrey eigi heima þar!
Svo var gaman að ganga niður á varnargarðana og skartaði allt sínu fegursta í sólinni. Annars skondið að það var spáð hávaða roki þarna en það hreyfðist vart hár á höfði manns. Bara svona einhverjar myndir. Líka af flottu frosnu vatni.
Tveir fasar vatns
Svo fannst mér merkilegt að sjá eitt sem ég hef líklega aldrei séð eða tekið eftir áður almennilega en það var grunnstingull sem var þarna í Lambánni. Eins og Gunninn sagði þá voru þarna tölvuerðar ístru-flanir!Grunnstingull í Lambá
No comments:
Post a Comment