Saturday, November 17, 2012

Jarðfræðikortagerð lokið í bili

Jarðfræðikortagerð!

Jarðfræðikortagerð in memorium. Holufylling úr Úlfarsfelli og Olavskuðungur af Tjörnesi liggja hlið við hlið á velktum sniðborða af Melabökkum ættuðum úr grein Óla Ingólfs úr Jökli og bjargað af Ívari og starfsmönnum jarðvísindastofnunar HÍ. Kuðungurinn líkela uppi svona milljón árum áður en setlagið myndaðist og holufyllyngin fór þá væntanlega að myndast eitthvað síðar - eða útfellingin þar sem þetta er nú eiginlega ekki nein almennileg holufylling - en var nú samt í holu sko!

Búinn að vera dálítið á haus í allt haust. Held ég sé eiginlega búinn að vera upptekinn síðan einhvern tíman í júlí! Er eiginlega búið að vera of mikið. Núna í síðustu viku var klárað risaverkefnið í jarðfræðikortagerð sem var farið að ganga nokkuð nærri geðheilsunni. Ekki alveg sáttur við allt í því verkefni svona eins og það að kennararnir sáust ekkert heilu og hálfu dagana heldur voru bara einhvers staðar annars staðar - kannski áttum við að segja þeim að koma en þeir sögðust víst yfirleitt ætla að koma en sáust frekar lítið - og máttu vart af hvor öðrum sjá. Reyndar var það bara þannig í Melasveitinni því það var ekki þannig í Tjörnesi eða Úlfarsfelli. En það er gott að það sé búið að skila þessu - veit bara ekkert hver niðurstaðan verður en er þokkalega sáttur við Úlfarsfellshlutann og hina svona eftir einhjverjum atvikum.

Svo var farið í dag með Ferðafélagi á eitt fjall í mánuði. Það var Ármannsfell og það var hvasst og það var snúið við. Í fyrsta skipti sem þessi hópur þarf að snúa við en ég er nokkuð viss um að ákvörðunin var alveg hárrétt. Fólk var við það að fjúka og ekki hefði bætt úr skák að enda með alla örþreytta. það hefði bara getað endað illa.

ER0_3294

Við Ævar líklega að reka lestina á niðurleiðinni rétt eftir að snúið hafði verið við. Ég hefði ekki viljða hafa allan hópinn örþreyttan í þessari brekku!

No comments: