Wednesday, November 21, 2012

Nýju glerin rúla!

Untitled

Gömul gleraugu en ný gler... reyndar bara gömul mynd en sömu gleraugu og þá ný gler núna

Það eru eitthvað rúm 20 ár síðan ég gafst upp á því að sjá ekki neitt frá mér og fór til augnlæknis. Hvort sem það var nú út af því eða einhverju öðru þá hækkuðu einkunnirnar mínar á þeim tíma í verkfræðinni um svona næstum því tvo heila! Eitthvað hefur þetta verið að endurtaka sig í jarðfræðinni núna. Fyrst með því að ég sé eitthvað verulega illa það sem er nálægt mér með gleraugum en þá hefur málið bara verið að rífa þau af sér. Virkar reyndar ekki ef maður er með linsur en þá geta "Hagkaupsgleraugu" komið að sömu notum.

En það var verrara þegar ég var allt í einu ekki farinn að sjá almennilega frá mér heldur á stundum. Ég kenndi reyndar fyrst bara um lélegum skjávörpum en komst svo að því að aðrir sáu þetta allt mikið betur en ég. Það var því farið til augnlæknisins og núna er ég kominn með ný gler og bara farinn að sjá aftur. A.m.k. fannst mér ég almennt sjá það sem ég átti að sjá í dag og það var sem sagt vel

Næst er svo reyundar á dagskrá að fá sér tvískipt gleraugu. En einhver sagði að það þýddi bara eitt: ókeypis í sund!

Monday, November 19, 2012

Loksins Fellsmörk

Sló helginni eiginlega upp í kæruleysi... og er enn að með að vesenast með að vera að blogga!

Músahúsið í Hliðinni

Músahúsið í Hliðinni

Það var rosalega gott að komast í Fellsmörkina um helgina. Fórum bræður á laugardagskvöldinu og gerðum ekki margt. Aðallega svona smá spígspor. Við áttum reyndar næstum því von á að húsið væri fokið um koll því það varð vís hvassara um daginn en dæmi eri um. En það var allt með kyrrum kjörum eða þannig. Mikið hafði greinilega gengið á. Fullt af dóti hafði dottið niður úr hillum, glös og alls konar. Emn skondið að það eina sem var brotið var kaffiskeið úr plasti. Svo var stálpanna kengbeygluð eftir að hafa fallið niður og skoppað undir rúm.

Svo átti Gunni von á að húsið væri fullt af músum því við vitum að mýs komast inn en reyndar ekki út. Það virðist vera þannig að sá músastofn sem vissi um inngönguleiðina hafi allur farið þangað inn í fyrra og sé núna dáinn út því hver mús yfirleitt endaði daga sína einhvers staðar inni í húsinu. Ofan í fötu, bara á gólfinu einhvers staðar eða á bakvið útvarpið og bjó þar til ekki allt of góða lykt.

Það var reyndar allt fullt af músasporum út um allt og á einum stað rakti ég slóð og þar sem ég hélt að slóðin lægi bara til baka á einhvern dularfullan hátt var ein lítil hola. Gerum við ráð fyrir að músagrey eigi heima þar!

Músahola Músaspor

Svo var gaman að ganga niður á varnargarðana og skartaði allt sínu fegursta í sólinni. Annars skondið að það var spáð hávaða roki þarna en það hreyfðist vart hár á höfði manns. Bara svona einhverjar myndir. Líka af flottu frosnu vatni.

Á einum varnargarðinum

Two phases of water

Tveir fasar vatns

Svo fannst mér merkilegt að sjá eitt sem ég hef líklega aldrei séð eða tekið eftir áður almennilega en það var grunnstingull sem var þarna í Lambánni. Eins og Gunninn sagði þá voru þarna tölvuerðar ístru-flanir!

Grunnstingull í Lambá

Grunnstingull í Lambá

Saturday, November 17, 2012

Jarðfræðikortagerð lokið í bili

Jarðfræðikortagerð!

Jarðfræðikortagerð in memorium. Holufylling úr Úlfarsfelli og Olavskuðungur af Tjörnesi liggja hlið við hlið á velktum sniðborða af Melabökkum ættuðum úr grein Óla Ingólfs úr Jökli og bjargað af Ívari og starfsmönnum jarðvísindastofnunar HÍ. Kuðungurinn líkela uppi svona milljón árum áður en setlagið myndaðist og holufyllyngin fór þá væntanlega að myndast eitthvað síðar - eða útfellingin þar sem þetta er nú eiginlega ekki nein almennileg holufylling - en var nú samt í holu sko!

Búinn að vera dálítið á haus í allt haust. Held ég sé eiginlega búinn að vera upptekinn síðan einhvern tíman í júlí! Er eiginlega búið að vera of mikið. Núna í síðustu viku var klárað risaverkefnið í jarðfræðikortagerð sem var farið að ganga nokkuð nærri geðheilsunni. Ekki alveg sáttur við allt í því verkefni svona eins og það að kennararnir sáust ekkert heilu og hálfu dagana heldur voru bara einhvers staðar annars staðar - kannski áttum við að segja þeim að koma en þeir sögðust víst yfirleitt ætla að koma en sáust frekar lítið - og máttu vart af hvor öðrum sjá. Reyndar var það bara þannig í Melasveitinni því það var ekki þannig í Tjörnesi eða Úlfarsfelli. En það er gott að það sé búið að skila þessu - veit bara ekkert hver niðurstaðan verður en er þokkalega sáttur við Úlfarsfellshlutann og hina svona eftir einhjverjum atvikum.

Svo var farið í dag með Ferðafélagi á eitt fjall í mánuði. Það var Ármannsfell og það var hvasst og það var snúið við. Í fyrsta skipti sem þessi hópur þarf að snúa við en ég er nokkuð viss um að ákvörðunin var alveg hárrétt. Fólk var við það að fjúka og ekki hefði bætt úr skák að enda með alla örþreytta. það hefði bara getað endað illa.

ER0_3294

Við Ævar líklega að reka lestina á niðurleiðinni rétt eftir að snúið hafði verið við. Ég hefði ekki viljða hafa allan hópinn örþreyttan í þessari brekku!