Gömul gleraugu en ný gler... reyndar bara gömul mynd en sömu gleraugu og þá ný gler núna
Það eru eitthvað rúm 20 ár síðan ég gafst upp á því að sjá ekki neitt frá mér og fór til augnlæknis. Hvort sem það var nú út af því eða einhverju öðru þá hækkuðu einkunnirnar mínar á þeim tíma í verkfræðinni um svona næstum því tvo heila! Eitthvað hefur þetta verið að endurtaka sig í jarðfræðinni núna. Fyrst með því að ég sé eitthvað verulega illa það sem er nálægt mér með gleraugum en þá hefur málið bara verið að rífa þau af sér. Virkar reyndar ekki ef maður er með linsur en þá geta "Hagkaupsgleraugu" komið að sömu notum.En það var verrara þegar ég var allt í einu ekki farinn að sjá almennilega frá mér heldur á stundum. Ég kenndi reyndar fyrst bara um lélegum skjávörpum en komst svo að því að aðrir sáu þetta allt mikið betur en ég. Það var því farið til augnlæknisins og núna er ég kominn með ný gler og bara farinn að sjá aftur. A.m.k. fannst mér ég almennt sjá það sem ég átti að sjá í dag og það var sem sagt vel
Næst er svo reyundar á dagskrá að fá sér tvískipt gleraugu. En einhver sagði að það þýddi bara eitt: ókeypis í sund!