... með trjáflöskum, haustlaukum og skóflubroti einu all svakalegu
Rigning og súld var búið að lofa okkur en það átti að verða nokk þurrt fyrir hádegi á sunnudeginum. Það var haldið til Fellsmerkur. Veðurguðirnir sáu aumur á okkur og ráku okkur ekkert á fætur á sunnudagsmorgninum með brakandi blíðviðri. Það var vart hundi út sigandi. Enda við ekki með neinn hund. Sýndum samt að sjálfsögðu af okkur almenna kæti og settum flöskur yfir tré og Gunninn setti niður lauka. Tók heldur betur á því og braut eitt skipti skóflu í tvennt!
Vorum með spýtur í þak kamarkukhússins. Þær höfðu átt að vera sagaðar af Húsasmiðjunni í 240cm en það reyndust bara vera 230cm og þær því of stuttar. Meira spýtnabrak þarf til og lengd 240cm takk og alls breidd sem er eftir 96cm... svo svona einhverju sé haldið til haga. Og jú annars, það vantar eldspýtur í Fellsmörkina og uppkveikilög - en eitthvað til af kolum.