Vegna fréttar mbl.is
Í Bröttufönn - hinni ógurlegu undarlegu snjóbrekku sumarið 2008
Stórhættulega snóbrekkan í frett mbl.is er líklega Brattafönn sem ég hef gengið niður svona 15 sinnum og á hverju ári ganga mörgþúsund manns um þá sömu brekku. Ég hef aldrei heyrt um slys í þeirri brekku. Í Jónsmessugöngu Útivistar árlega ganga mörghundruð manns um þessa sömu brekku að næturlagi.Mér finnst frekar undarlegt og lélegt að forkólfur björgunarsveitar sjái ekkert nema vesesn við það að fólk hafi áhuga á að skoða náttúruna. Og að það eigi jafnvel að banna útivist af því að fólki verði of kalt á höndunum.
Núna er aska í brekkunni og hún því mun minna hál en venjulega segja þeir sem hafa fengið "leyfi" Almannavarna til að fara inn í Þórsmörk.
Eina fáviskan sem ég hef séð þarna og ætti kannski að banna er það athæfi Hótel Holts að setja upp snobbeldhús uppi á Fimmvörðuhálsi og bjóða þar upp á hraungrillaðan humar. Sá eini sem hefur látið lífið af völdum hrauns á Íslandi stóð of nærri slíkum hraunjaðri og fékk hraunmola í hausinn.