Ég er blöðróttur með kramdar tær
Scarpa... Broddarnir utaná og blöðrurnar innaní
Það er finnst mér svona eftirá ekki neitt áhlaupaverk að fara á Hvannadalshnúk, arkandi upp á skíðaskóm. Fimmta ferðin mín þangað upp og e.t.v. sú erfiðasta. Sú fyrsta reyndar sem tók held ég 18 klst í rigningu þoku súld en líka sól var kannski erfiðust. En þessi tók töluvert á.Frábær hópur og frábært skipilag hjá Ragganum Antoníusarsyni. Ég held að það sé ekkert á hverjum degi sem svona "einhver" sér um að koma 35 manna hópi upp á Hnúkinn. Reyndar ekki allir að fara í fyrsta sinn en samt svona rúmlega þriðjungur.
En ég var sem sagt alveg að drepast á leiðinni upp en skíðabrekkan á leiðinni niður var bara eðalsnilld.
Meiri myndir eru á myndasíðu Flickr.
Flott veður á leið niður af Hnúknum
Já og meðan maður man.
Það var ekkert sjáanlegt af sprungum fyrr en mjög ofarlega í brekkunni upp á öskjubarminn. Sprungur yfir Virkisjökli náðu ekki langt upp. Mjög lítið af sprungum til trafala í hnúknum sjálfum. Þær sem þurfti að fara yfir eða fara nálægt voru svo þrögnar að það var ekki nokkur leið að komast ofan í þær.
Gistum í Hörgslandi. Vaknað svona um kl. 2 um nótt. Lagt af stað til Sandfells fyrir kl. 3. Lagt af stað að ganga kl. 4:15. Komin upp fyrir kl. 12:30.
Lagt af stað niður kl. 13:00. Komin niður á bílastæði kl. 17:15. Sem sagt þá 13 klst. ferð fyrir okkur sem vorum skíðandi. Aðrir komu ekki mikið seinna niður. Þeir síðustu líklega rúmum klukkutíma seinna.