Sunday, December 07, 2008

Matarblogg um ferkantaða pizzu

Einu sinni fyrir langalöngu bloggaði ég matarblogg á stundum. Reyndar þegar ég bý til lasgang þá finn ég uppskriftina í einhverri gammalli bloggfærslu. Í kvöld eldaði ég Pizzu. Það var bara gaman og nokkuð gott að slafra henni í sig. Í Pizzuna fór:


Eitt stykki spelt deig frá verðsluninni Hagkpaup. Það var reyndar spelt bara því það var ekki til neitt annað og mín leti varð til þess að ég nennti ekki að búa til deig sjálfur.

Eftir blóð, svita og tár var botninn orðinn það útflattur að orðið flatbaka gat átt að fara að eiga við.

Þá var einhverju hvítlaukstómatapizzasósuglundir úr dós frá Hunts ef ég man rétt slefað yfir botninn sem var kominn á bökunarplötu.

Svo var það El toro naut í þunnum sneiðum en reyndar bara úr áleggsbréfi...

Svo var það niðursneidd paprika...

Svo var það pizza ostur úr poka...

Svo var það gráðaostur af bakka...

Svo voru það furuhnetur ristaðar á heitri pönnu...

Svo var það eðalskinka frá Ali...

Svo voru það niðrusneiddir sveppir í bláu boxi frá Flúðum...

Svo var það slurkur af pasta kriddi úr stauk frá Pottagöldrumn...

Svo var það líka oreganó krydd úr öðrum frekar sambærlegum stauk og líka ungverskt paprikukrydd...

Svo held ég að þessu hafi verið hent inn í ofninn barasta.



Já.
Þetta smakkaðist alveg eðal vel og ég hef ekki enn fengið í magann út af þessu.þ

Já svona er að vera einhleypingur... þá þarf maður á stundum að elda pizzu fyrir mann sjálfan!

No comments: