Wednesday, December 17, 2008

Almennur vesældómur manns sjálfs


icelandic water.... pure

Heiðmerkurfrost


Er hálfpartinn farinn að óttast að heilsan sé að gefa sig. Var reyndar í alveg þokkalegu lagi fyrri part helgar þegar ég fór í Heiðmörk og tók myndina að ofan sem ég er bara þokkalega sáttur með. Ætlaði raunar að vera eitthvað duglegur að vinna um helgina en það gæti þá beðið sunnudagsins. Það gekk ekki alveg eftir því magakveisur fóru að gera vart við sig og varð vesalingnum lítið úr verki.

Slappur mánudagur og svo skráður veikur á þriðjudeginum og aftur slappur á miðvikudegi. Almenn fúlheit farin að hrjá manninn og engin þátttaka í einhverju sem átti samt að gera eitthvað í eins og flugeldavinna HSSR. Það verður þá milli jóla og nýárs í staðinn.

En mig langaði nú reyndar aðallega til að láta þessa mynd að ofan birtast á blogginu mér til ánægju.

No comments: