Tuesday, June 17, 2008

Það bar til tíðinda...

Að í H34 var bara gestkvæmt


Frænkan
Hrefna Vala á sautjándanum í bláa sófanum sem varð alveg svartur í Photoshop - bara nokkuð ánægð með þetta allt saman enda pabbinn hennar að sprella fyrir ofan hausinn áæ skrýtna frændanum með svarta andlitið...

Helst ber auðvitað að nefna Hrefnu Völu sem kom hingað með foreldra sína. Hafði hlerað í símanum að það yrði boðið upp á eitthvað að snæða þannig að hún dreif þau bara með sér. Varð reyndar fyrir hálfgerðum vonbrigðum með að fá ekkert að borða af kræsingunum sem m.a. samanstóðu af japönsku kjúklingasallati HK og einhverri hroða danskri fríhafnarskinku.

Svo var hún orðin hálf þreytt á skrítna manninum með svarta andlitið og lagði sig en það virtist reyndar einhvern veginn vera bundið við þann elsta og þann yngsta að vilja fara að leggja sig. Fólkið þarna á milli var eitthvað minna fyrir að leggja sig,

Svo fóru nú bara allir heim. Ein lítil var reyndar ekki alveg sátt við að fá ekki klósettpappírsrúllu skreytta soduku þrautum með sér en það fæst ekki allt saman alltaf.

His name was Jon
Ekkert raskar nú rónni hans Jóns

Svo fóru bræður í bæinn, reayndar ekki fyrr en seint og um síðir. En það var allt í lagi og hann Herra Jón lét sér nú bara fátt um finnast þrátt fyrir allt þetta fólk sem var þarna, sumt bara svarthvítt en annað svona meira eins og með rautt hár.

People in blackandwhite
Svarthvítt fólk í Austurstræti

Red hair but not so much of it
Þetta rauða hár hefur eitthvað við sig... eða er það ekki?

Svo bar nú annars til tíðinda að á H34 kom einn röndóttur illskeyttur og gerði sig til alls líklegan inni við en ákvað svo að fara bara út um gluggann aftur ... eða það hætti að minnsta kosti alveg að heyrast í honum.


....

No comments: