Tuesday, June 24, 2008

Merkileg tala eða hvað...

Núna er ég hálfbúinn að vinna yfir mig og datt í hug að athuga dálítið og komst þá að því að það er dálítið merkilegt við árið 1361.


... Hint á morgun eða kannski bara einhvern tíman!

Tuesday, June 17, 2008

Það bar til tíðinda...

Að í H34 var bara gestkvæmt


Frænkan
Hrefna Vala á sautjándanum í bláa sófanum sem varð alveg svartur í Photoshop - bara nokkuð ánægð með þetta allt saman enda pabbinn hennar að sprella fyrir ofan hausinn áæ skrýtna frændanum með svarta andlitið...

Helst ber auðvitað að nefna Hrefnu Völu sem kom hingað með foreldra sína. Hafði hlerað í símanum að það yrði boðið upp á eitthvað að snæða þannig að hún dreif þau bara með sér. Varð reyndar fyrir hálfgerðum vonbrigðum með að fá ekkert að borða af kræsingunum sem m.a. samanstóðu af japönsku kjúklingasallati HK og einhverri hroða danskri fríhafnarskinku.

Svo var hún orðin hálf þreytt á skrítna manninum með svarta andlitið og lagði sig en það virtist reyndar einhvern veginn vera bundið við þann elsta og þann yngsta að vilja fara að leggja sig. Fólkið þarna á milli var eitthvað minna fyrir að leggja sig,

Svo fóru nú bara allir heim. Ein lítil var reyndar ekki alveg sátt við að fá ekki klósettpappírsrúllu skreytta soduku þrautum með sér en það fæst ekki allt saman alltaf.

His name was Jon
Ekkert raskar nú rónni hans Jóns

Svo fóru bræður í bæinn, reayndar ekki fyrr en seint og um síðir. En það var allt í lagi og hann Herra Jón lét sér nú bara fátt um finnast þrátt fyrir allt þetta fólk sem var þarna, sumt bara svarthvítt en annað svona meira eins og með rautt hár.

People in blackandwhite
Svarthvítt fólk í Austurstræti

Red hair but not so much of it
Þetta rauða hár hefur eitthvað við sig... eða er það ekki?

Svo bar nú annars til tíðinda að á H34 kom einn röndóttur illskeyttur og gerði sig til alls líklegan inni við en ákvað svo að fara bara út um gluggann aftur ... eða það hætti að minnsta kosti alveg að heyrast í honum.


....

Monday, June 16, 2008

Fimmvörðuhálsinn

Það var farið á fimmvörðuháls um helgina

DSC_8810
Hópmyndin sem ljósmyndarinn ókunni tók af okkur
The photo from the unknown photographer who was rather shy and I had to crop the photo a little bit


Sólin skein við hvern sinn fingur og það gerðum við líka sem gerir 140 fingur auk sólarfingranna sem ég veit ekkert um hversu margir eru en eflaust fleiri en tveir.

Við vorum því í góðum félagsskap þar sem við örkuðum af stað upp járnstigana sem komnir eru við Skógarfoss. Fyrirskipanir voru einfaldar. Hægt, hægara hægast. Anna Huld og Hjálmar líklega í broddi fylkingar að reyna að ráða við sig og gerðu það bara dægilega vel. Það komust sem sagt allir upp án þess að gera út af við sig.


Walking the Fimmvörðuháls, the mountain of five milestones. With friends from work and more people. We started 14 people at Skógarfoss.
DSC_8813

Framhjá moldarbarði
Hvert moldarbarðið rekur annað á leiðinni upp á hálsinn
Once we had green country but it have been eaten!


Áfram var arkað og fyrir utan sólskinið var boðið upp á ýmis skemmtiatriði.

HK bauð mér upp á Ridena drukk úr hitabrúsa með íbættu C vítamíni sem kallast fjörefni á íslensku. Er það innbyrt til að viðhalda lífsfjöri manns. Tókst það með miklum ágætum og bragðaist unaðs vel.

Hæst bar samt í skemmtiatriðum þegar Árni Liljuvinur tók upp á því að skilja sólgleraugun sín sem kostuðu bara 10 þúskaddl eftir í fyrsta matarstoppinu. Ákvað hann að snúa við og sækja þau. Og um leið og hann var horfinn skokkandi niður eftir komu til okkar úgglendingar með gleraugun hans. Hann hljóp því langt yfir skammt!

Þess utan var ég iðinn við að skálda upp eitthvað mismunandi gáfuleg nöfn á fossunum þarna í ánni. Klúðraði flottasta fossinum víst. Sagði að Króksfoss héti bara eitthvað sem ég væri í rugli með en sagði svo að einhver nafnlaus foss sem snýr í ranga átt væri Króksfoss. En manni fyrirgefst nú svona smávægilegur ruglingur alveg ætla ég að vona!

The waterfalls are beautuful
I didn't take photos of all the waterfalls and they are 24 or even more. But I had some of them.
Skálabrekkufoss
Skálabrekkufoss?

Gluggafoss
Gluggafoss - The waterfall with the window

Króksfoss
Króksfoss

Fyrir ofan Króksfoss
The canyon belove Króksfoss



Eyjafjallajökull

Það var svo ekki ónýtt að horfa yfir á Eyjafjallajökul. Þar voru Pá og Rós að þvælast með útivistarliði til skrifelsis á meðan við Skýrrarar pjökkuðum okkur upp með Skógaánni. Gott veður þennan dag á öllum kollum. Alveg Edilons myndi einhver stagt hafa einhvern tíman.

We had this beautiful view over to the glacier Eyjafallajökull. I have been there twice but friends of mine were there on this same day now.


Fúkkinn
Það er þessi skáli. Svona hlutlaust nafn er "Neðri skáli" til spari er hann kallaður Baldvinsskáli en allir sem ég þekki kalla hann FúkkaBaldvinsskáli is the name of the hut but most people call it "Fúkki" and is because of the wet bad smelling air inside the hut

Fúkkinn lætur enn þá á sjá meira og meira. Gólffjalirnar virðast vera að þenjast út þannig að þær sperrast upp í loftið og myglan blasir við hvar vetna. Það er samt svo undarlegt að þegar maður kemur í slagveðursrigningu þá er hann hið ágætasta húsaskjól en þegar veðrið er svona meira edilons þá dettur engum í hug að fara þangað inn nema til að kanna aðstæður frekar skeptískur á hvort það sé yfir höfuð vogandi að fara þangað inn.

En mér sýndist að það væri búið að gera einhvern nýjan kamar með Ferðafélagsmerki

Gæðum jarðar virtist annars eitthvað vera misskipt þarna við Fúkkann. Við HK vorum eitthvað duglegri að drekka af vökvabirgðum okkar en að sækja þær í ána og bera með okkur. Vorum því orðin hálf vatnslítil. Aðrir áttu hins vegar þvílíkar alsgængtir að þeir opnuðu kaffihús úti undir vegg og áttu vatn í uppvask og hvaðeina. Svo þegar einvher ætlaði að hella teinu sínu þá var það hingað og ekki lengra og við fenguð einhvern drukk. Annars skondið að við vorum líklega þau einu sem voru í einhverju vatnshallæri en áttum líkleg að heita með svona að jafnaði mestu reynsluna.

The hut is worse every year I come there. In good weather no one wants to go inside but in bad weather it is well appreciated shelter.

DSC_8843
The coffe club was outside. I sometimes understand I have had some misunderstanding what those hiking tours are about when people bring equiopment to make cappucino coffee with stirred milk and everything. I actually missed it because I was in a rescue team for lost sunglasses but I could tell that coffee was just great!

Við Baldvinsskála... Fúkka


Á Fimmvörðuhálsi

Ég veit ekki alveg hvað nennan er mikil að skrifa endalaust og það á tveimur tungum. Verður nú skemmri skírn og hálsinn kláraður á einni tunugu þeirr sem tamari er. Bar reyndar helst til tíðinda hér að rétt áður en á há hálsinn kom var lækur drekkanlegur vel sem kom sér bara vel.

Veifað til Elbrusfaranna
En svo var það skemmtilegast að eitt loforð var uppfyllt. En það var að veifa vinnufélaganum sem var forfallaður í Rússalandi að klílfa Elbrus. Tókum við okkur þrjú til á meðan HK festi atburðinn í núll og einn.



Á Hálsinum var síðan áfram auðvitað hið ágætasta veður. Var gengið áfram og niður Bröttufönn, um gatið fóru sumir á Heljarkambi á meðan aðrir héngu í keðjunum. Allir sluppu með skrekkinn og svo fóru sumir út á Heiðarhorn á Morinsheiðinni.

Og svo var farið um Kattarhryggi á meðan sólin bara hló að okkur!

Á Kattarhryggjum

Meiri myndir á Flickr

....

Sunday, June 08, 2008

Kominn af jökli

Gígurinn frá 2004 í Grímsvötnum

Það var farið með JÖRFÍ í Vorferð á Vatnajökul. Kominn heim með hauga af myndum í farteskinu!

Vonandi væntanlega eitthvað meira sett inn hér bráðlega og alveg örugglga reyndar koma myndir á Flickrið manns.


....