... Hint á morgun eða kannski bara einhvern tíman!
Tuesday, June 24, 2008
Merkileg tala eða hvað...
Núna er ég hálfbúinn að vinna yfir mig og datt í hug að athuga dálítið og komst þá að því að það er dálítið merkilegt við árið 1361.
Tuesday, June 17, 2008
Það bar til tíðinda...
Að í H34 var bara gestkvæmt
Hrefna Vala á sautjándanum í bláa sófanum sem varð alveg svartur í Photoshop - bara nokkuð ánægð með þetta allt saman enda pabbinn hennar að sprella fyrir ofan hausinn áæ skrýtna frændanum með svarta andlitið...
Helst ber auðvitað að nefna Hrefnu Völu sem kom hingað með foreldra sína. Hafði hlerað í símanum að það yrði boðið upp á eitthvað að snæða þannig að hún dreif þau bara með sér. Varð reyndar fyrir hálfgerðum vonbrigðum með að fá ekkert að borða af kræsingunum sem m.a. samanstóðu af japönsku kjúklingasallati HK og einhverri hroða danskri fríhafnarskinku.
Svo var hún orðin hálf þreytt á skrítna manninum með svarta andlitið og lagði sig en það virtist reyndar einhvern veginn vera bundið við þann elsta og þann yngsta að vilja fara að leggja sig. Fólkið þarna á milli var eitthvað minna fyrir að leggja sig,
Svo fóru nú bara allir heim. Ein lítil var reyndar ekki alveg sátt við að fá ekki klósettpappírsrúllu skreytta soduku þrautum með sér en það fæst ekki allt saman alltaf.
Ekkert raskar nú rónni hans Jóns
Svo fóru bræður í bæinn, reayndar ekki fyrr en seint og um síðir. En það var allt í lagi og hann Herra Jón lét sér nú bara fátt um finnast þrátt fyrir allt þetta fólk sem var þarna, sumt bara svarthvítt en annað svona meira eins og með rautt hár.
Svarthvítt fólk í Austurstræti
Þetta rauða hár hefur eitthvað við sig... eða er það ekki?
Svo bar nú annars til tíðinda að á H34 kom einn röndóttur illskeyttur og gerði sig til alls líklegan inni við en ákvað svo að fara bara út um gluggann aftur ... eða það hætti að minnsta kosti alveg að heyrast í honum.
....
Monday, June 16, 2008
Fimmvörðuhálsinn
Það var farið á fimmvörðuháls um helgina
Hópmyndin sem ljósmyndarinn ókunni tók af okkur
The photo from the unknown photographer who was rather shy and I had to crop the photo a little bit
Hvert moldarbarðið rekur annað á leiðinni upp á hálsinn
Once we had green country but it have been eaten!
Það var svo ekki ónýtt að horfa yfir á Eyjafjallajökul. Þar voru Pá og Rós að þvælast með útivistarliði til skrifelsis á meðan við Skýrrarar pjökkuðum okkur upp með Skógaánni. Gott veður þennan dag á öllum kollum. Alveg Edilons myndi einhver stagt hafa einhvern tíman. | We had this beautiful view over to the glacier Eyjafallajökull. I have been there twice but friends of mine were there on this same day now. |
Það er þessi skáli. Svona hlutlaust nafn er "Neðri skáli" til spari er hann kallaður Baldvinsskáli en allir sem ég þekki kalla hann FúkkaBaldvinsskáli is the name of the hut but most people call it "Fúkki" and is because of the wet bad smelling air inside the hut
Ég veit ekki alveg hvað nennan er mikil að skrifa endalaust og það á tveimur tungum. Verður nú skemmri skírn og hálsinn kláraður á einni tunugu þeirr sem tamari er. Bar reyndar helst til tíðinda hér að rétt áður en á há hálsinn kom var lækur drekkanlegur vel sem kom sér bara vel.
En svo var það skemmtilegast að eitt loforð var uppfyllt. En það var að veifa vinnufélaganum sem var forfallaður í Rússalandi að klílfa Elbrus. Tókum við okkur þrjú til á meðan HK festi atburðinn í núll og einn.
Á Hálsinum var síðan áfram auðvitað hið ágætasta veður. Var gengið áfram og niður Bröttufönn, um gatið fóru sumir á Heljarkambi á meðan aðrir héngu í keðjunum. Allir sluppu með skrekkinn og svo fóru sumir út á Heiðarhorn á Morinsheiðinni.
Og svo var farið um Kattarhryggi á meðan sólin bara hló að okkur!
Meiri myndir á Flickr
....
Sunday, June 08, 2008
Kominn af jökli
Það var farið með JÖRFÍ í Vorferð á Vatnajökul. Kominn heim með hauga af myndum í farteskinu!
Vonandi væntanlega eitthvað meira sett inn hér bráðlega og alveg örugglga reyndar koma myndir á Flickrið manns.
....
Subscribe to:
Posts (Atom)