Wednesday, November 14, 2007

Ólétta í fjölskyldunni

Og þá tilheyrandi fjölgun


Held ég hafi ekkert sett um það á mitt blogg áður en litlasystir og Kristján kærasti eru að fara að fjölga heiminum eftir ekkert svo langan tíma. Fyrst var þeta auðvitað svona leyndó eins og oftast en svo spurðist þetta út og núna er þetta orðið nokkuð augljóst. Við HK buðum okkur til þeirra í gærkvöldi í pizzuát til að taka bumbumyndir. Þær fengu að fljóta á netið og þá líka á bloggið að minnsa kosti svona ein. Ég bara nokkuð sáttur við myndatökuna og kannski kemur eitthvað meira áður en af fæðingunni verður. Það verður ekki amalegt að verða loksins frændi! Tími til kominn...

En við HK höfum verið svona frekar upptekin í vinnu og skemmtanalífinu undanfarið. Árshátíð JÖRFÍ um síðustu helgi, árshátíð raungreinakennara MK um þarsíðustu helgi og helgina þar áður var árshátíð HSSR - eða kannski var ein helgi þar á milli. Maður veit ekki neitt lengur, þetta líður allt áfram einhvern veginn í endalausum skemmtunum.

Þess á milli er svo tekið á því í hinu rómaða heilsuátaki Skýrrara. Fjöldabadmin á þriðjudaginn og svo minn tíma núna í lok dags tekinn tvöfaldur og heilt hálftíma skokk á eftir. Geisp og gap - er maður að verða vitlausul eða hvað?



....

No comments: