Monday, September 25, 2006

Björgunarsveitarsaga númer 1

Já það var farið í sína fyrstu æfingaferð

Mikið stuð og mikið gaman.

Eftir að hafa hent einhverju útivistarlegu dóti ofan í bakpoka kom HK næstumþví undanfari og gerði heildarúttekt á útbúnaðinum sem var tekinn með. Tvennt mjög mikilvægt vantaði. Fyrst kom í ljós að súkkulaðibirgðum var mjög áfátt og svo var ráðlagt að taka með spil þannig að ekki yrði drepist úr leiðindum!

Nú. Síkvens spili var hent oní bakpokann og komið við í súkkuklaðisjoppu á leiðinni upp á hið svokallaða M6.

Nú. Þar kom ég með HK sem var eins og áhyggjufull móðir að fylgja einkasyninum í sumarbúðir. Hún svona horfði rannsakandi yfir hópinn og sagði mér síðan að þetta yrði allt í lagi... ég myndi alveg ná að kynnast hinum krökkunum ég þyrfti bara að fara til þeirra og leika mér með þeim. Henni leist reyndar ekkert betur á þetta en svo að hún staldraði við í heilar 15 mínútur áður en ógnþrungin kveðjustundin rann upp og ég var alveg einn eftir með ókunnugum.

En svo varð þetta allt í lagi. Það var meira að segja einn þarna sem var næstum jafn gamall og ég og hét meira að segja sama nafni ég og þannig að þetta virtist allt verða að fara að verða frábært. Svo var farið af stað.

Við vorum í rútu og ég var aftastur. Sat við hliðina á tölvudóti aðal leiðbeinandans og stóð ég mig mjög vel í að passa allt dótið hans. Svo var ekið í myrkrinu lengi lengi, alveg þangað til við vorum komin í sumarbúðirnar.

Þar fann ég herbergi sem ég og hann nafni minn og Hlynur til fengum að sofa í. Svakalega fínt herbergi nema það vantaði alveg í það nothæfa ofna. Sem var náttúrlega svakalega fínt því við fengum aukreitis æfingu í að sofa í bylmingskulda [eða segir maður ekki bylmingskulda... ætli ég hafi verið að búa til nýtt orð?].

Æfingin snérist um að læra á kort og áttavita. Ekki slæmt fyrir mig að læra á slíka hluti. Kannski tekst mér að ná af mér stimplinum "Raggi rammvillti" eða "Einar áttavillti" ef ég gæti lært á þessi ósköp. Það var lært um misvísun og stefnumið, gráður og alls kyns. Hápunktur lærdómsins var þríliðuútreikningur til staðsetningar á ósýnilegu Atlaskorti. En það var stuð.

Svo var farið út að labba í myrkrinu. Við vorum þrjú saman og paufuðumst áfram. Stefnur voru teknar og svo gengið eftir göngustígum. Annars gekk þetta vel og alveg einstaklega vel Þegar við komum að skurði númer 1 og Dórinn í hópnum stökk út í... skvamp - þetta var djúpt. Við Arna vesöl á bakkanum vorum bara aumingjar sem vildu ekki fá hor og Dórinn bara svamlaði þá til baka enda mátti hann ekki týna okkur. Slíkt má ekki á svona æfingu. Svo fundum við annan skurð áður en við komum að eyðibýlinu þar sem verið var að spila miðnæturmessu í úbarpinu.

En þetta var sem smjatt ágætur allt saman! Kannski verst að það var engin myndavél meðferðis og því ekkert til að sýna frá ferðinni.

No comments: