Sunday, August 13, 2006

Af magaveikum hlaupurum sem standa í flutningum

Verður nú sagt af tveimur magaveikum hlaupurum sem stunda flutninga í hjáverkum. Þetta passar reyndar allt mjög vel saman, a.m.k. hlaupin og magaveikin því einhvern tíman heyrði ég spaugsögur um að hlauparafæði gæti orsakað eitthvað úndarlega meltingu með tilheyrandi klósettferðum.

En við HK fengum þá stórsnjöllu hugmynd að hlaupa saman heila 10 km núna um næstu helgi. Í snarheitum var búið til 10 daga æfingaprógramm. Fyrst var hlaupið síðasta fimmtudag. Á föstudag og laugardag skiptum við liði. Ég var í æfingabúðum á Fimmvörðuhálsi um miðja nótt en HK var við æfingar milli Tómasar og Laufivegar við flutninga. Aðal skorpurnar hjá henni voru í stigunum en hjá mér svona helst í alsíðustu brekkunum. Núna áðan var svo tekinn einn rúntur eða svo umhverfis Klambratúnið mikla. Reyndi það all nokkuð á enda magar tveir ekki alveg í essinu sínu. Myndaðist biðröð á tlósettinu að hlaupaæfingu lokinni.

Erum búin að skrá okkur núþegar og erum númer 3777 og 3778. Einhvern veginn get ég ekki ímyndað mér að það sé hægt annað en að slá í gegn með önnur eins víðáttuflott númer til að hlaupa undir!

Lox til upplýsingar um þessa flutninga þá er verið að ferja kommimóður og rúmbálka milli bæjarhluta og jafnvel víðar þar sem eitthvað allt annað fólk verður á honum Tómasi næsta vetur.

Köttur úti á kletti, fetti sig og bretti, út er brunnið kerti.


....

No comments: