Thursday, August 31, 2006

Það brennur í næsta húsi...

Fastir liðir eins og venjulega....


ice and fire


Nei það er ekkert svona... það er bara eins og venjulega kviknað í næsta húsi!

Annars erum við víst bráðum að fara að flytja öðru hvorum megin við áramót geri ég ráð fyrir. Spurning hvort það verður svona undarlegt umhverfi þar!

Wednesday, August 30, 2006

það var farið í fjallgöngu

us on mt keilir
Við fengum þessa snilldarhugmynd... eða annars var það svona frekar HK sem fékk hugmyndina held ég en þó

Það var ský á Móskarðshhnúkunum og enda FF löngu farinn af stað. Við átum kex með osti og annað með sultu og ókum af stað. Það var sól en það var kalt og helvíti hvasst en það var samt gaman að vera svona saman.... eða það bullaði ég í gestabókina sem Alcan var svo rausnarlegt að tjasla saman álkassa utanum. Mesta furða að þeir hafi ekki sett álkápu á fjallið. Hann Alvar bóndi og Alvör konan hans eða hvað þau hétu sem Spilverks-Stuðmenn sungu um hér í den.

En það var gaman og við fengum brjóstsykur og svo hamborgara sem var góður eða það fannst okkur báðum að minnsta kosti. Svo fórum við bara heim og ég þóttist ætla að vinna eitthvað heima en fór bara að gera eitthvað annað og svo fórum við bara að sofa og svo vöknuðum við og ég fór ío vinnuna á einhvern fund og það var líka bara ágætt...



....

Sunday, August 27, 2006

Frátt


Frátt segist.... eða hvað...

Fór í ljósmyndunarbilitúr út á Reykjanes á föstudagskvöld. HK í kennarahófi og ég einsamlaður. Hafði reyndar eitthvað staðið til að gera með SHH sem var jafn einsamlaður en það endaði með að ég var barsta á eigin vegum... enda ég aldrei einsamlaður þegar ég sjálfur er annars vegar....

in a church and outside also
...í Krísuvíkurkirkju - inni og úti...


Svo hefur helgin einhvern veginn liðið. Hurðavinna músahússins komst annars á dagskrá og er núna búið að líma... Spurning um að koma hurðarskömminni fyrir um næstu helgi. Enda kannski ekki seinna vænna þar sem fréttir eru af músum sem hafa verið gera sig heimakomnar.

Sunday, August 20, 2006

Á menningarnótt


menningarnott
Það var gert víðreist og heilt listaverk bjútt til með blífanti gjört til að lýsa því sem gjörlast. Þetta var eiginlega mikið gaman.

Það var bjótt í síðbúinn hádegismat roslega gjóðan alls konar kræsingar. Svo var farið í bæinn... Þar var alveg fullt af fólki mússikk út um allt, stöð og hvaðeina.

Svo fórum við á eikkurar myndasýningar og svo voru þarna götudansmeyjar en umfram allt fullt af fólki. En fyrst og fremst ætlum við að minnast dagsins fyrir hlaupaafrek vor. Það voru ótrúlega margir að hlaupa og við komumst ekki yfir rásmarkið fyrr en eftir 3 og 1/2 mínútu, enda eitthvað yfir 2000 hlauparar þarna komnir. En það sigra ekki allir nema þeir sem koma í mark og það gerðum með alveg ágætis klukkutímaárangri. Hlauparar númer 3777 og 3778 luku sem sagt báðir keppni með glæsibrag.

Reyndar gerðumst við bara félagsskítar einhvern tíman rétt fyrir miðnættið og fórum bara heimstilokkar en ekki í sukkpartí sem líklega varði framundir morgun.


....

Monday, August 14, 2006

Hnir ágætustu dagar

Þegar það er allt að gerast....

Fyrst var það leti í rúminu...

Svo var það edilonsfínn grautur með ávöxtum og AB mjólk mepð elskunni minni...

Svo voru það týndir bíllyklar...

Svo var það síminn sem ég missti á bílastæðið sem er núna með brotinn skjá...

Og núna er það bara að vera í vinnunni sinni...

Svo verður það að fara heim...

Skrúfa upp edilonsfínar kryddhillur...

Svo þarf að skokka smá til undirbúnings laugardagsins...

Svo þarf að koma skikk á allt þetta dót sem safnast fyrir, koma því í rétta kommóður og svoleis...

Jamms, þetta gengur svona!


....

Sunday, August 13, 2006

Af magaveikum hlaupurum sem standa í flutningum

Verður nú sagt af tveimur magaveikum hlaupurum sem stunda flutninga í hjáverkum. Þetta passar reyndar allt mjög vel saman, a.m.k. hlaupin og magaveikin því einhvern tíman heyrði ég spaugsögur um að hlauparafæði gæti orsakað eitthvað úndarlega meltingu með tilheyrandi klósettferðum.

En við HK fengum þá stórsnjöllu hugmynd að hlaupa saman heila 10 km núna um næstu helgi. Í snarheitum var búið til 10 daga æfingaprógramm. Fyrst var hlaupið síðasta fimmtudag. Á föstudag og laugardag skiptum við liði. Ég var í æfingabúðum á Fimmvörðuhálsi um miðja nótt en HK var við æfingar milli Tómasar og Laufivegar við flutninga. Aðal skorpurnar hjá henni voru í stigunum en hjá mér svona helst í alsíðustu brekkunum. Núna áðan var svo tekinn einn rúntur eða svo umhverfis Klambratúnið mikla. Reyndi það all nokkuð á enda magar tveir ekki alveg í essinu sínu. Myndaðist biðröð á tlósettinu að hlaupaæfingu lokinni.

Erum búin að skrá okkur núþegar og erum númer 3777 og 3778. Einhvern veginn get ég ekki ímyndað mér að það sé hægt annað en að slá í gegn með önnur eins víðáttuflott númer til að hlaupa undir!

Lox til upplýsingar um þessa flutninga þá er verið að ferja kommimóður og rúmbálka milli bæjarhluta og jafnvel víðar þar sem eitthvað allt annað fólk verður á honum Tómasi næsta vetur.

Köttur úti á kletti, fetti sig og bretti, út er brunnið kerti.


....

Thursday, August 10, 2006

Það er komið síðsumar

HK komin heim af fjöllunum, búið að fleyta kertum á tjörninni og hægt að láta kertaljós lýsa á kvöldin. Það er bráðum komið haust og það er líka ágætt.

Tuesday, August 08, 2006

Kominn heim úr pílagrímsferð

Heppinn að hafa ekki verið handtekinn

Kom seint í gærkveldi heim úr pílagrímsferð á Kárahnjúkasvæðið. Gekk upp með Jökulsá á Fljótsdal að austan verðu og niður með Kelduá að vestan verðu. Heimamenn myndu reyndar segja að sunnan og norðan en þeir eru alveg haugáttavilltir vil ég meina. Þetta var mikil pílagrímsferð og verður eiginlega að segjast eins og er að við fengum öll hálfgert sjokk við að sjá alla þessa fossa sem á að gelda vegna virkjanaframkvæmdanna.

Við vorum annars að mestu leyti ein í heiminum þarna og engir mótmælaseggir nálægir fyrir utan okkur sjálf sem tókum nokkrar góðar rispur á Landsvirkjun þarna á staðnum.

Hugmynd sem annars fæddist þarna og hefði átt að vera til athugunar fyrir Landsvirkun er að sleppa að virkja Kelduánna og leyfa henni að vera í friði. Það hefði eitthvað minnkað endanlega virkjun en væntanlega ekki skipt neinum sköpum en hefði hugsanlega getað myndað einhverja sátt um framkvæmdina. Það er reyndar ekki of seint ennþá held ég að ákveða að sleppa þessum lónum, skurðum, stíflum og fossaeyðileggingum sem virkjun Kelduár hefur í för með sér.

Við fórum svo bara heim eftir göngutúrinn og grill þarna við ána. Ef það hefði verið einhver tími þá hefði ég viljað fara þangað sem mótmælin voru en líklega hefði ég þá endað í grjótinu á Egilsstöðum!

En kannski er öllum orðið alveg sama nema mér og mínum auk einhverra útlendinga.

Kirkjufoss, einn af þeim flottari:

Kirkjufoss


Veistu hvað ég sá?
Fullt af fossum
með vatni
sem rennur
niður í sjó

Veistu hvað ég sá?
Fullt af vegum
og vélum
sem mala
möl og gull
en ekki fyrir mig.

Veistu hvað ég sá?
Fullt af fossum
með vatni
sem rennur
ekki meir.

Wednesday, August 02, 2006

Nú er planað ferðalag

Upp með Jökulsá á Fljótsdal. Þar er hver að verða síðastur því það á að skrúfa fyrir vatnið í fossunum innan skamms!
Jökulsá á Fljótsdal


....