Wednesday, July 15, 2020

Eitt og annað sem er gert í sumarfríinu. Mamman fór eitthvað að tala um gamlar filmur í gær og það varð til þess að rifjaðir voru upp gamlir taktar í myrkraherbergi. Ótrúlegt nokk að 30 ára gamall stækkari fór bara í gang eftir líklega um 20 ára notkunarleysi. Flest sem til þurfti fannst en svo reyndar fór stækkarinn að mylja einhver plasttannhjól en hvað um það... það tókst að búa til nokkrar myndir! Uppundir 100 ára gamlar myndir af mismunandi stórum filmum, runnu út á splunkunýan ILFORD ljósmyndapappír!

Komst reyndar að því að myrkraherbergisvinna er eitthvað dálítið eins og að hjóla. Ef maður hefur einu sinni lært þetta - almennilega þá gleymist það ekki svo glatt!

No comments: