... byrjun á einhverju nýju eða ekki neitt
Það eru einhver ár síðan og bæði axlarbrot og svæsið fótbrot búið að bætast í reynslubankann en það er spurningin með það hvort maður eigi að láta verða af því að fara í Landvættaverkefni næsta vetur. Ég ætti auðvitað ekki að hugsa um þetta einu sinni með fyrirmæli læknis um að ég megi ekki hlaupa. En það telur kannski ekkert alveg ef það er verið að hlaupa á mjúku undirlagi og ef það er verið að hlaupa nógu hægt.Það sem ég gerði núna í dag er samt kannski fyrsta æfingin fyrir þetta hjá mér. Ég fór af stað að hlaupa og hljóp hluta af Jaðrinum. Reyndar ekki alveg þeim sem ég hef verið að hjóla þar sem ég fór einhverja nyrðri leið sem var hundleiðinleg, meira notuð af mótorhjólum en reiðhjólum, frekar grófur malarslóði að hluta til þar sem ekki var gott að hlaupa. Meðalhraðinn var ágætur til að byrja með á minn mælikvarða, eitthvað milli 9 og 10km/klst en datt svo alveg niður þegar færðin versnaði og endaði í 8.0 km/klst. En þannig hraði dugar samt alveg í það sem þarf að hlaupa í Landvættahlaupinu þó það sé auðvitað talsvert lengra. Ég hljóp ekki nema rúma 12 km en í Jökulsárgljúfrahlaupinu er hlaupið held ég 32 km. Tímamörk 5 klst þannig að með að hlaupa á 8 km/klst meðalhraða væri maður bara góður.
Það var rigning eins og mætti ætla af myndinni að ofan þó droparnir á henni séu reyndar feik. Svo fékk ég hælsæri. Utanvegahlaupaskórnir mínir sem reyndar eru eðal-góðir á flestan hátt virðast spæna upp á mér hælana ef ég fer ekki þeim mun varlegar.
......
Smá update:Eftir að hafa skoðað þetta eitthvað meira þá held ég að þetta sé alveg rakið fyrir mig. Hlýt eiginlega að klára mig ágætlega af þessu og tilvalið að fara í þetta með mínu fólki í FÍ.
Líklega ætti ég að hafa mestar áhyggjur af skíðagöngunni þar sem ég er þvilíkur skussi í brekkum á brautargönguskíðunum!
....