
Það er ár og dagur... nei annars bara rúmlega hálft ár síðan ég sett eitthvað síðast á þetta blogg. Gæti reyndar sótt eitthvað í Fésbókarsarpinn og bætt inn í til að hafa eitthvað á milli en það er þá bara seinni tíma tilbúiningur.
Seinasta færsla sem ég raunverulega setti inn var þegar bíllinn minn blái klessukeyrðist. Hann hefur núna breyst í sjálfrennireiðina svörtu, Fagra Blakk, sem er raunar sömu gerðar og sá blái og ágætur líka.
Annars er tvennt að frétta. Margrét minnsta sem er á myndinni að ofan átti afmæli á föstudaginn og ætlaði að halda upp á það í gær, sunnudag. Hún fékk hins vegar einvherja hitapest og afmæli frestað um tæpa viku. Reyndar fór ég með mömmunni minni í heimsókn til þeirra í staðinn. Í frásögur færandi því ég fer yfirleitt aldrei í heimsókn eitt eða neitt.
Þennan sama morgun frétti ég svo að Ingibjörg frænka mín sé dáin.
No comments:
Post a Comment