Það voru æfintýrin í dag. Var fram yfir miðnætti í gærkvöldi að undirbúa ferð á Hlöðvelli og safta líka krækiber áður en berin sem voru tínd á sunnudag myndu öll skemmast. Ætlaði mjög snemma af stað en varð frekar seinn því ég hafði alls ekki náð ekki að undirbbúa mig almennilega kvöldið áður.Beðið björgunar!
Var svo kominn rétt norður fyrir Meyjarsæti þegar það kviknuðu ljós í mælaborðinu, rafmagns og kælivatns. Hafði sem betur fer vit á að stoppa og snúa við. Hringdi í verkstæði og ýmislegt. Hefði brætt úr bílnum ef ég hefði haldið áfram. Mamman manns kom og sótti stúfinn. Fengum okkur eðal fínan bíltúr norður að Línuvegi og svo þingvallahring á bakaleiðinni. Vaka sótti bílinn og fór með á verkstæði. hann kominn í lag og núan gert ráð fyrir brottför snemmbúinni. Heimkoma fer eftir veðri, frammistöðu og ýmsu.
Svo er í frásögur færandi að Ingibjörg Gunnarsdóttir var jarðsett á mánudaginn. Fallegt veður og góð athöfn. En mikið eru eftirlifandi systkini hans föður míns orðin gömul!
Loks má færa til bókar að það ku vera einhver Norðurljósadýrð í háloftunum þessa dagana. Hef ekki alveg náð að sinna því í öllum þessum erli. Hefði annars verið gaman að vera á Hlöðuvöllunum að fylgjast með þeim dansi!