Wednesday, July 30, 2014

Í músahúsi mega þröngt sáttir sitja

Þröngt setið í Músahúsinu Úti var rigning, inni voru eitthvað tæpir 10 fermetrar... þar var þurrt á meðan ekki var gusað úr glösum í allar áttir hvar þröngt máttu sáttir sitja í græna Músahúsinu. Sjaldan hafa svo margir verið innandyra í Músahúsi í einu og aldrei svo margir að borða þar. Gekk þó allt stórslysalaust fyrir sig. Hrefna Vala reyndar datt ofan úr koju - bara neðri koju - meiddi sig ekkert þannig séð en það gusaðist rauðvín eitthvað út um allt. En það var bara ágætt.

Byltan tveimur dögum seinna varð verri þegar bloggarinn rann á sleipum gólfbita, fór úr axlarlið og braut bein.

-----
Eftirá innfærð bloggfærsla en var upphaflega á FB síðunni minni að hluta.

No comments: