Þessa helgi hafði upphaflega átt að fara í HSSRíska hjólaferð. Það varð samt ekkert af því þar sem verkefnin sem þurfti að leysa var einhvern veginn búin að hrannast upp í það óendanlega að mér fannst... og þau eru þar eiginlega ennþá. Veit ekki hvort ég hafi fært allt of mikið í fang or ráði bara ekki neitt við neitt. En þessa helgi hefði ég eiginlega þurft að spekúlera eitthvað í mastersverkefninu mínu þannig að ég virki ekki alveg eins og álfur út ´r hól vegna þess í hvert skipti sem mig langar til að vera ekki einsog álfur út úr hól. Svo hefði ég þurft að lesa einhvern helling um alls konar sprungumyndanir og svo hefði ég þurft að vinna eitthvað í ráðgafarverkefninu fyrir Veurstofuna og svo hefði ég þurft að vinna eitthvað helst líka fyrir Staka og jafn vel lesa eitthvað í Haffræði... en það hefði nú svo sem mátt mæta afgangi.
Og hvað var gert... það var reynt að lesa eitthvað um tektónískar sprungumyndanir en bara ekki nándar nærri nóg og ekkert var gert af neinu öðru þessa helgina a.m.k. ekki ennþá og er helgin að verða búin. það eina sem eftir stendur er samt mikil og góð vinna við að segja alls konar kort inn í Ozi Explorer. Fullt af jarðfræðikortum og svo líka eitt gamalt kort af austur hluta Reykjavíkur... upphaflega herforingjaráðskortið frá upphafi síðustu aldar. Það var gaman og fór áðan bíltúr til að skoða núverandi gatnakerfi Reykjavíkur miðað við gatnakerfið frá því fyrir rúmum 100 árum síðan. Það var einhver slóð þar sem Bústaðavegurinn er, svona nokkurn veginn. Suðurlandsbrautin var leiðin út úr bænum, aðalleiðin væntanlega, Sogavegurinn og Grensásvegurinn lá frá suðurlandsbraut og upp á Sogaveg. Svo var Vatnsveituvegurinn á leið upp úr Elliðaárdalnum og að Rauðavatni til staðar líka.
En ég veit eiginlega ekki alveg hvernig þetta verður þarna í þessu mastersnámi mínu í vetur. Finnst ég vera helst til mikið úti á þekju. Skil það eiginlega samt ekki alveg því ég er ekki vanur öðru en að skija allt sem þar fram fer svona nokkurn veginn í botn. Þetta hlýtur að koma hjá mér. Það sem annars er að trufla mig er að mér finnst einhvern veginn eins og ég þurfi að vita svo rosalega mikið og vera með allt svo einhvern veginn hroðalega mikið á hreinu. Held samt varla að ég geti verið svona mikið meira úti á þekju en allir aðrir. Þegar upp var staðið í kúrs þarna síðasta vor þá var ég nú ekkert mikið
Sunday, September 08, 2013
Sunday, September 01, 2013
Það var keypt sér ökutæki: Norðlendingurinn
Það gerðist svo bara allt í einu. Ventó greyið er búinn að vera að daprast hægt og rólega og núna er kúplingiin í honum vart á brekkur setjandi og svo gæti hann tekið upp á því líka að detta í sundur út af ryði ef marka má fúlar yfirlýsingar skoðunarmanns. Svo dreif hann ekki nóg og eiginlega ekki neitt með kúplinguna í klessu.
Í vor einhvern tíman líklega þegar ég var að gera skattframtalið mitt allt of seint þá allt í einu fattaði ég að einhver peningur sem ég átti í einhverjum gömlum verðbréfasjóði hafði ekkert gufað upp í hruninu heldur gæti bara alveg dugað til að kaupa sér einhvern bíl. Eitthvað var skoðað af bílum á netinu með hangandi hendi en það var ekki fyrr en bara í vikunni að einhverjir bílar voru prófaðr.
Fyrst var það landvarðabíllinn, hvítur Terranó jeppi á 33" dekkjum. Ágætur bíll fyrir utan það að hann var dálítið sjúskaður og að auki ryðgaður hér og hvar þannig að t.d. þegar vélin var skoðuð þá sást í gegnum innri brettin til að skoða dekkin! Svo var það jafn stórdekkjaður Grand Vitara Súkkujeppi. Var ágætur svo sem en hins vegar dálítið út í hött að ef manni varð það á að gefa stefnuljós þá kviknaði á öllum mögulegum og ómögulegum rafmagnstækjum í bílnum. Rúðuþurkkur út um allt og blikkandi ljós í allar áttir. Nei ekki fyrir mig.
Svo var allt í einu einhver annar svona Terranó jeppi, sæmilega nýr (tvöþúsund og eitthvað) og lítið keyrður... en hann seldist áður en ég náði að prófa hann. En svo var þarna annar dökkblár en hann var bara á Akureyri. Ég var ekki viss um hvern ég gæti þekkt þar til að prófa fyrir mig bíl. Var að hugsa um að auglýsa bara á facebook eftir bílaskoðara á Akureyri en það kom ekki til þess því Gunninn þekkti einhvern Hjalta sem býr þar og er að auki bifvélavirki! Hann skoðaði fyrir mig bílinn og gaf grænt ljós og svo var hann bara verslaður samdægurs enda eigandinn á leið í bæinn og kom þá á bílnum úr því að kaupandinn var fundinn.
Eiginlega ótrúlega vel með farinn bíll sem ekki sér ryð í þó hann sé orðinn eldri en tvævetur, fæddur árið 1999 og ekinn næstum 200 Megametra. En hann er á ónýtum dekkjum :-(
Í vor einhvern tíman líklega þegar ég var að gera skattframtalið mitt allt of seint þá allt í einu fattaði ég að einhver peningur sem ég átti í einhverjum gömlum verðbréfasjóði hafði ekkert gufað upp í hruninu heldur gæti bara alveg dugað til að kaupa sér einhvern bíl. Eitthvað var skoðað af bílum á netinu með hangandi hendi en það var ekki fyrr en bara í vikunni að einhverjir bílar voru prófaðr.
Fyrst var það landvarðabíllinn, hvítur Terranó jeppi á 33" dekkjum. Ágætur bíll fyrir utan það að hann var dálítið sjúskaður og að auki ryðgaður hér og hvar þannig að t.d. þegar vélin var skoðuð þá sást í gegnum innri brettin til að skoða dekkin! Svo var það jafn stórdekkjaður Grand Vitara Súkkujeppi. Var ágætur svo sem en hins vegar dálítið út í hött að ef manni varð það á að gefa stefnuljós þá kviknaði á öllum mögulegum og ómögulegum rafmagnstækjum í bílnum. Rúðuþurkkur út um allt og blikkandi ljós í allar áttir. Nei ekki fyrir mig.
Svo var allt í einu einhver annar svona Terranó jeppi, sæmilega nýr (tvöþúsund og eitthvað) og lítið keyrður... en hann seldist áður en ég náði að prófa hann. En svo var þarna annar dökkblár en hann var bara á Akureyri. Ég var ekki viss um hvern ég gæti þekkt þar til að prófa fyrir mig bíl. Var að hugsa um að auglýsa bara á facebook eftir bílaskoðara á Akureyri en það kom ekki til þess því Gunninn þekkti einhvern Hjalta sem býr þar og er að auki bifvélavirki! Hann skoðaði fyrir mig bílinn og gaf grænt ljós og svo var hann bara verslaður samdægurs enda eigandinn á leið í bæinn og kom þá á bílnum úr því að kaupandinn var fundinn.
Eiginlega ótrúlega vel með farinn bíll sem ekki sér ryð í þó hann sé orðinn eldri en tvævetur, fæddur árið 1999 og ekinn næstum 200 Megametra. En hann er á ónýtum dekkjum :-(
Subscribe to:
Posts (Atom)