Friday, May 31, 2013

Skandinavískt jarðfræðitripp

Hópurinn í jarðfræðiferð til Borgundarhólms og Skáns

Allur hópurinn í námu á Borgundarhólmi hvar numið var gneiss.

Eitthvað átti að blogga um þessa ferð en það fórst bara allt of mikið fyrir. Kemur kannski ekkert að sök því það var gerð töluvert viðamikil ferðaskýrsla sem er hér.

ER1_7258

Maður sjálfur í gríðarstórri granítnámu á Borgunarhólmi. Ég er að klappa granítinu, pegmatít æð efst til vinstri og svo fyrir aftan mig er diabas gangur sem gengur í gegnum granítinnskotið.

Saturday, May 11, 2013

Kominn í sumarfrí frá einhverju

Gott að vera kominn í sumarfrí frá einhverju. Er kominn í frí fá náminu að mestu þangað til næsta haust. Reyndar útlandaferð framundan námsferð til Borgundarhólms og á Mön og svo eitthvað felt líklega þegar líður á sumar en ekkert til að hafa stórkostlegar áhyggjur af.

Við Goðastein

Kalli sem bauð upp á kaffi við Goðastein!

Fór um helgina ágætlega heppnaðan túr á Eyjafjallajökul með Stakafólki. Held þetta sé í fyrsta sinn sem ég fer með svo til alve óreynt lið á jökul og tókst bara ágætlega. Reyndar fór enginn í sprngu og það reyndi svo sem ekki á neitt enda ætti ég að vera farinn að þekkja Skerjaleiðina á Eyjafjallajökul eitthvað. Telst til að þetta hafi verið fjórða ferðin mín þangað upp fyrir utan tvo láglenda könnunartúra fyrir langalöngu.

Læt svo fylgja með mynd úr líklega eina feltinu sem ég fór á þessu vormisseri. Þægindatúr út á Reykjanes að setja upp og færa til GPS stöðvar. Þurftum bara að sjá um the labour part en svo sem ekki gera neitt!

GPS mælingakennsla á Reykjanesi

Nemar í jarð- og jarðeðlisfræði við GPS mælingar á Reykjanesi