Að klóra sér í kollinum
Á nýju ári er gott að klóra sér í kollinum. Það finnst mér að minnsta kosti.
Hef nú annars ekkert að blogga um nema kannski nágranna minn einn. Fyrir svona korteri var kveikt á bíl hér fyrir utan hjá mér. Rúðuþurrkurnar settar á letingja, miðstöðin líklega sett á fullt og svo bara farið inn í hús aftur. Núna rúmu korteri seinna er fram rúðan bílstjóramegin orðin nokkuð snjólaus en ekki alveg farþegamegin. Það tekur alltaf lengri tíma fyrir rúðuþurrkurnar að ná snjónum af rúðunni þeim megin. Af einhverjum undarlegum ástæðum var hægt að skafa með venjulegri sköfu af hliðarrúðum bílsins. Þar eru enda engar rúðuþurrkur. Mér finnst dálítið að sumt fólk ætti ekki að vera að keyra bíl... eða þá að minnsta kosti að fá sér bílskúr af umhverfisástæðum.
En ég er náttúrlega bara óttalegur nöldrari. Þessi bíll fyrir utan gluggann hjá mér sem er búinn að vera í gangi í 20 mínútur fer samt bara dálítið í taugarnar á mér. Það á ekki að gera svona finnst mér.
No comments:
Post a Comment