Monday, July 14, 2008

Á vit æfintýranna


Á vit æfintýranna

Almar og HK halda á vit æfintýranna


Það hefur víst eitthvað margt gerst síðan síðast var bloggað og ekki líkur á að hægt verði að blogga mikið í bráð þar sem allt of margt er að gerast.

Það var farið í Kerlingafjöll með JÖRFÍ fyrst, dáyndis skemmtilega sumarferð þar sem arkað var um Hverasvæði og ætt upp á Snækoll og Fannborg.

Svo var farin Almarsútilegan hin frábærasta þar sem farið var um Borgarfjörð hér og þar.

Svo var Karl faðir manns 75 ára og maður var í bænum einn dag eða svo. Síðan var haldið á Hornstrandir og arkað þar frá Hornvík í Aðalvík og svo á Hesteyri.

Það er grænt í Fljótavík

Hin græna Fljótavík



Til að fullgera ferðalagið var Sigþór og gott fólk með honum hitt í Bjarneyjum þar sem gafst tækifæri á að vera ofan og neðansjávar við kajakróður og fuglaskoðun.

Þar sem Skarfarnir voru í myndastyttuleik, hver um annan þveran. Ég með mína rör linsu var svona meira að taka af þeim portrait myndir!

Toppskarfur

Skarfafjölskylda í skeggræðum




Svo eru það víst Þjórsárverin næst!




....

No comments: